Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 25
RÉTTUR
25
ríkjamta og við hvetjum þjóðina að rísa til varnar með
öllu því ai'li og öllum þeim ráðum, sem hún á völ á. Það
skiptir engu máli fyrir okk'ur hvert stórveldið er, hvort
þjóð þess talar ensku, rússnesku eða eitthvert annað
mál. Ef Rússland væri í sporum Bandaríkjanna og ógn-
aði fslandi eins og þau, mundum við taka nákvæmlega
sömu afstöðu til þess. Engin önnur afstaða er íslenzk,
engin önnur afstaða er sæmandi fslendingi og þetta verð-
ur að vera afstaða íslenzku þjóðarinnar, ef hún vill lialda
rétti sínum sem sjálfstæð þjóð.
Og nú spyr ég ykkur, háttvirtár alþingismenn: Hvaða
afstöðu takið þið? Hvaða afstöðu takið þið til þeirrar
hernaðarlegu ógnunar gegn íslandi, sem er staðreynd í
dag, hinnar bandarísku ógnunar? Vita skuluð þið, að við
sósíalistar og allir þeir ,sem hugsa eins og fslendingar,
munu líta á hvern þann, sem aðstoðar hið erlenda vald,
til þess að ná hernaðarlegs fangastaðar á fslandi, sem
landráðamann og hans munu engin önnur örlög bíða, en
örlög kvislingsins.
í stríði mun auðvaldið uppskera ósigur
Ég hef nú sýnt fram á hvað fyrir Bandaríkjunum vakir,
hvers vegna þau leggja kapp á að leggja land vort undir sig,
til þess að gera það að styrjaldarvettvangi í komandi stríði.
Þá er spumingin: Hvers vegna leggur hin fámenna klíka
íslenzkrar yfirstéttar slíka megináherzlu á að gera ísland að
herstöð fyrir Bandaríkin?
Þeir segjast vera ofsahræddir. Ólafur Thors segist vera
hræddur, í áramótagrein sinni. Einn af fulltrúum Morgun-
blaðsmanna byrjaði ræðu sína á stúdentafundi á þessa leið:
Ég er hræddur, ég er ofsahræddur.
Já, þeir eru áreiðanlega hræddir. En við hvað eru þeir
hræddir? Ekki við Rússa. Svo skyni skroppnir eru þeir ekki.
Enda mundu þeir þá ekki láta svona. Ef þeir væru hræddir
við Rússa mundi völlurinn vera minni á þeim. Þeir mundu