Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 30
30
RÉTTUR
vöruskort svo að svartamarkaðsbrask og spákaup-
mennska þróast og dafnar.
Þeir hafa stöðvað nýsköpunarframkvæmdir, atvinnu-
vegimir hafa dregizt saman, veigamiklar greinar atvinnu-
lífsins hafa ýmist verið stöðvaðar eða iamaðar. Atvinnu-
leysi færist í vöxt.
Þeir hafa eyðilagt þá markaði, sem Islendingum reið
mest á að halda.
Öll þessi pólitík hefur leitt til þess, að undirstöðuat-
vinnuvegunum, eins og vélbátaflotanum, liggur við stöðv-
un svo að ekkert má út af bera.
Þeir hafa afsalað fjárhagslegu sjálfstæði landsins í
hendur erlends stórveldis, veitt þessu stórveldi aðstöðu
til að búa hemaðarlega um sig í landinu, virða íslenzk
lög að vettugi og haga sér eins og herraþjóð.
Og að lokum: Meðan landið er fjárlagalaust og stór-
virkustu atvinnutækin em stöðvuð, flýgur hálf ríkis-
stjómin til annarrar heimsálfu til þess að gera samning,
sem innlimar Island í hernaðarkerfi erlends stórveldis,
stofnar landinu í þá hættu að verða styrjaldarvettvangur
í geigvænlegustu styrjöld allra tíma og taka um leið við
mútum að upphæð tvær og hálf milljón dollara, sem
þó er ekki nema nokkur hluti þeirrar gjaldeyrisupphæðar,
sem tapazt hefur með stöðvun togaranna.
Nú telja stjórnarflokkarnir að ekki verði öllu lengur slegið
á frest að skera á þann hnút, sem þeir sjálfir hafa riðið. Fyrir
höndum eru tvö óvinsæl verk sem þeir telja einu úrræðin, en
munu baka þeim fjandskap fólksins í landinu:
Þessi verk em:
1. Stórkostleg gengislækkun. Sjálfir hafa fulltrúar
þeirra nefnt að minnsta kosti 25% lækkun.
2. Samkomulag við Bandaríkin um mjög aukinn víg-
búnað á Islandi.
Það er ekki álitlegt að fremja slík verk með kosningar
framundan. Þess vegna er nú mjög rætt um það í herbúðum