Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 19
RÉTTUR
19
Hvar var nú hin bráða árásarhætta frá Rússlandi ? Með öðrum
orðum, fyrst á að afla sér fjandmanna, fyrst á að ganga í
hemaðarbandalag gegn mesta stórveldi heimsins og segja
Sovétríkjunum svo að segja stríð á hendur fyrirfram. Síðan
á landið að vera jafnvarnarlaust eftir sem áður. Þegar þeir
eru að tala við þjóð sína þá er fyrirlitningin fyrir vitsmunum
almennings svo mikil, að það er eins og þeir séu að tala við
fávita. En þeim hefur ekki orðið að trú sinni. Þjóðin hefur skilið
hvað undir býr.
Hið raunverulega innihald Atlanzhaíssáttmálans
Þetta er nú allt Ijósara, eftir að uppkastið að Atlanzhafs-
sáttmálanum hefur verið birt. Innihald þess er í stuttu máli
þetta: Fyrst eru nokkur slagorð um lýðræði, frið og frelsi,
gömul tugga í amerískum áróðursstíl. Síðan koma kvaðimar,
sem hvert bandalagsríki tekur á sig. Þar á meðal eftirfarandi
skuldbindingar, sem Island yrði að gangast undir, ef það gerð-
ist aðili:
1. Að gera ráðstafanir til þess, að veita vopnavaldi
mótstöðu, þ. e. að koma upp herbúnaði.
2. Ef eitthvert ríki í bandalagiinu t. d. Bandarfldn,
fellir þann dóm, að nú kunni að vera hætta á ferðum
fyrir öryggi einhvers þátttökuríkis, þá skal gera samnlng
um viðeigandi ráðstafanir. Að því er til Islands tekur
yrði það vafalaust bandarísk herseta. Samkvæmt, orða-
lagi sáttmálans gætu Bandaríkin talið vöxt og eflingu
verkalýðshreyfingarinnar og sósíalistískra afla í ein-
hverju landi hættu fyrir öryggi þess.
3. Ef talið er að einhver aðili hafi orðið fyrir árás,
ber öllum öðrum bandalagsríkjum að taka })átt í styrjöld,
sem af því rís. Það þyrfti ekki annað en herskip eánhvers
aðilans rækist á tundurdufl eða skotin yrði niður flugvél,
sem bryti regíumar yfir Berlín. Ef Bandaríkin eða fylgi-
ríki þeirra notuðu það sem átyllu til styrjaldar, þá væri
Island komið í stríð.