Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 36
36
RÉTTUR
að halda yfir honum ræðustúf um nauðsyn þess að þeir
stæðu saman gegn upplausnaröflunum, er hann svo
nefndi. Og hann sló ekki botn í þann ræðustúf fyr en
hann smokraði sér inn um garðhliðið heima hjá sér.
Það sem eftir var dagsins var Jónmundur mjög óánægð-
ur með sjalfan sig. Hann lagði ekki í vana sinn að svíkja
menn. En þetta loforð — ef loforð skyldi kalla — myndi
hann svíkja. Og honum fannst hann sjálfur vera lítil-
mótlegur — eins og hann hefði atað sig út í einhverjum
óþverra.
Síðan rann kosningardagurinn upp. Jónmundur stumr-
aði í fjósinu sínu allan daginn. Það var nýr bás, sem
hann þurfti að útbúa handa kúnni sinni. Rétt aðeins að
hann leit upp úr þessu bardúsi um hádegisbilið til að
skreppa á kjörstað. Hann kærði sig ekki um að lenda í
ös, þess vegna fór hann um hádegisleitið.
Þegar kosningunum er lokið, fellur ró yfir þorpin. Þar
eð talningin getur ekki farið fram strax, er ekkert hægt
að gera annað en bíða. Og berserksgangurinn rennur af
hinum herskáu pólitíkusum og smalamönnum þeirra.
Þeir sitja yfir plöggum sínum, telja saman, rökræða og
gizka á.
Nokkrir drukknir menn slangra um göturnar. En svo
byrjar hann að rigna. Og einnig þessir menn draga sig
þá í húsaskjól, enda ekkert við að vera, þar sem enginn
á lengur neitt.
Jónmxmdur kom seint heim til kvöldverðar. Þá var
mágur hans þar kominn. Hann beindi hvössu augna-
ráði sínu til Jónmundar. Síðan ríkti ófriðvænleg þögn,
þangað til mágurinn tók til máls:
„Og þú brást okkur þá Jónmundur”.
Órökvís gremja hafði gripið um sig í huga Jónmundar
um leið og hann mætti augnaráði mágs síns. Var það
ekki nóg, hve oft hann hafði minnt sjálfan sig á það,
að hann var lítill kall? Var það ekki nóg, að hann hafði