Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 103
I
RÉTTUR 103
auðvaldi. Ef almenningur kæmi sér saman um áætlun varð-
andi verndun náttúruauðlinda landsins og berðist fyrir fram-
kvæmd hennar, þá myndi slík stefnuskrá kippa fótum undan
hinum tveim stóru stjórnmálaflokkum auðmagnsins (Repúblik-
ana- og Demókrataflokkunum), en í vestur- og miðvesturfylkj-
unum ráku þessir flokkar í síðustu kosningum hið taumlaus-
asta lýðskrum einmitt varðandi verndun náttúruauðæfa. Slík
framfarasinnuð stefnuskrá og barátta fyrir henni myndi m. a.
reynast drjúgt mótvægi gegn hinni villimannlegu ný-Malthus-
sr áróðurskenningu ýmissa auðvaldssinnaðra náttúruvernd-
ara. Samkvæmt þessari kenningu eru styrjaldir og hungurdauði
nauðsynleg vopn til að afstýra of mikilli fólksfjölgun. Þessi
afturhaldsikenning bendir á þjónkun þessara manna við hern-
aðarráðagerðir ríkisstjórnarinnar, sem háð er eftirliti auð-
hringanna í Wall Street. Samtímis og þessi ríkisstjórn ver
þúsundum milljóna króna til stríðsundirbúnings, þá sker hún
stórkostlega niður fjárframlög til Jarðvegsvemdunar ríkisins.
Auðvaldsþjóðfélag getur ekki haft
áætlunarbúskap
Búnaðarfélag Bandarikjanna (Farm Bureau Federation) eru
hændasamtök, er stjómað er af auðugustu bændum Bandaríkj-
anna, en er einskonar ríkisstofnun. Forseti þessara samtaka,
Allen B. Kline, er prýðilegur fulltrúi fyrir landbúnaðarauð-
valdið. Honum fórust svo orð í sambandi við framangreinda
15-ára áætlun Ráðstjómarríkjanna:
Framkoma amerískra bænda sannar, að víðtækar
landgræðsluráðstafanir verða því aðeins framkvæmdar,
að opinber afskipti séu sem allra minnst.
Kline er í dálítið erfiðri aðstöðu að gagnrýna það áform
ráðstjórnarinnar, að samstilla orku ríkisvaldsins og sveita-
fólksins til þess að umbreyta landbúnaðinum, því að Búnað-
arfélag hans nýtur í hvívetna aðstoðar ríkisráðunauta, hér-
aðsráðunauta og landbúnaðarháskóla fylkjanna til þess að ota