Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 60
60
RÉTTUK
heldur ekki lengi á sér standa. Eftir fjögurra ára, níu
mánaða og tveggja vikna blettaða tilveru var það liðið
undir lok. 30. marz síðastliðinn var raunverulegu sjálf-
stæði þess fórnað á altari ameríska fasismans af þrjá-
tíu og sjö alþingismönnum, flestum þeim hinum sömu
sem fremst höfðu staðið að stofnun þess. í dag stöndum
við aftur í sporum ofurseldrar nýlenduþjóðar — niður-
lægingarsagan er hafin á nýjan leik.
Ég get ekki rakið hér til neinnar hlítar þá stuttu bar-
áttu, sem háð var um þessa örlagaríku ákvörðun. Al-
þýða íslands var ekki spurð ráða, heldur þvert á móti
útilokuð frá vitneskju og áhrifum eftir því sem föng
voru á. Frumburðarréttur hennar var svikinn af henni
á laun. Þær fölsuðu upplýsingar, sem valdhafarnir létu
henni að lokum í té, komu ekki fyrr en búið var að ráða
öllu til lykta að tjaldabaki. Hún á því engan hlut að
því, sem gerzt hefur og ber þar af leiðandi enga sið-
ferðilega ábyrgð á skuldbindingum þingfulltrúanna. Til-
raunum hennar til að koma í veg fyrir óhæfuverkið á síð-
ustu stundu var svarað með grímulausum ruddaskap sak-
bitinna loddara, sem síðan hafa reynt að saka almenning
um tilefnislaus hermdarverk.
Allur málflutningur þeirra, sem nú 'hafa breytt íslend-
ingum úr friðsamri menningarþjóð 1 mútuþæga hernaðar-
þjóð, var markaður svo rótgróinni fyrirlitningu á mann-
legum vitsmunum og virðuleik að slíks finnast engin
dæmi áður á íslandi. Það hefur löngum verið vitnað í
Sturlungaöldina sem hámark spillingar og siðleysis. En
um skýrslur þeirra keppinautanna Þórðar kakala og Giz-
urar Þorvaldssonar fyrir Noregskonungi segir þó svo: „Og
þanri orðróm fengu þeir báðir að menn kváðust eigi heyrt
hafa einarðlegar flutt en hvor flutti sitt mál, svo margt
sem í hafði orðið. Mælti og hvorugur öðrum í mót eða
ósannaði annars sögn“. Það dýpra eru þá núlifandi samn-
ingamenn okkar við erlent vald sokknir að þeir ekki að-