Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 118
118
RÉTTUR
Gúmmí, sink, olía og kopar — frá Malaja, Indonesíu,
Birma, Vestur-Asíu og Afríku — það eru máttarstoðir undir
fjögurraáraáætlun brezku stjómarinnar, sem miðar að því
að sigrast á dollaraskortinum. Það er skýringin á því, hversu
hin gjaldþrota nýlenduríki Evrópu sóa hamslaust fjármun-
um sínum og vinnuafli í kostnaðarsömum, endalausum ný-
lendustríðum til að ná aftur fyrri yfirráðum sínum í Suð-
austur-Asíu.
En nýlenduríkin hafa ekki fært yfirgangsseggjunum annað
en kostnaðinn.
Hinar opinberu tilkynningar frá Malaja verða með hverj-
um degi vonleysislegri. Vonin um skjótan sigur hefur ,,því
miður ekki rætzt, og það virðist augljóst, að vér eigum
þama fyrir höndum langvarandi eyðingarstríð.“ (Times 7.
febr. 1949).
„Allar fregnir frá Indonesíu bera vott um síauikna erfið-
leika. Hollenzkir embættismenn í Batavíu eru svartsýnir, því
að þeir sjá enga leið út úr ógöngunum.“ (Times, 9.3. 1949).
Frá Vietnam: „Lýðveldisstjómin, sem hefur á að skipa
um 150.000 hermönnum og 300.000 skæruliðum, hefur á sínu
valdi um 80% af öllum þrem fylkjum landsins, Vietnam-
Tonkin, Annam og Cochin-China. Frakkar, sem hafa um
120.000 manna her í landinu, ráða aðeins yfir stærstu borg-
unum, Saigong, Haiphong og Hanoi.“ (New York Times,
8. 1. 1949).
Frá Birma: „Að undanskildiun Rangoon, hafnarborgimum
Muolemin og Bassein og nokkrum einangmðum smáskikum,
hefur stjómin misst stjómartaumana úr höndum sér í öllu
landinu." (Daily Telegraph, 8. 3. 1949).
Heimsveldissinnamir em hamslausir af bræði og krefjast
nú nýrra ráðstafana, sterkari innrásarhers (eins og stungið
var upp á í Birma) og útvíkkunar á stríðsvettvanginum.
Lífvarðarblökk heimsvaldasinnanna í Kyrrahafi og Suð-
austur-Asíu á að styðjast við Bretland, Ástralíu, Nýja-Sjá
land, Indland, Pakistan og Ceylon og einnig njóta samstarfs
við Frakkland, Holland og Bandaríkin. Óefað eiga einnig að