Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 29
R É T T U R
29
íríðindi. Við þessu er fyrst og fremst nauðsynlegt að fá svar
til þess að geta ákveðið utanríkispólitík okkar. Og ef svarið
verður jákvætt, þá er það bezta tryggingin, sem við getum
fengið, eina tækifærið sem við kunnum að eiga til þess að fá
að vera í friði. Með því að ganga í hemaðarbandalag glötum við
þessu eina tækifæri.
Þessa tillögu mun Sósialistaflokkurinn leggja fram á Al-
þingi. Hvemig alþingismenn snúast við henni er prófsteinn á
pað, hvaða taugar til íslenzku þjóðarnnar eru enn eftir á þvi
þingi.
Staðreyndirnar halda áfram að vera staðreyndir
Eg hefi nú rakið nokkrar staðeryndir, sem ekki verður á
móti mælt. Hverju munu fulltrúar stjórnarflokkanna svara?
Eg get mér nærri um það, ef að líkum lætur. Þeir munu demba
úr sér kynstrum af dæmum um það, hvað kommúnistar séu
vondir menn og svívirðilegir. Enn á ný fáið þið að heyra býsn af
marghröktum lygasögum bæði um íslenzka sósíalista og þjóðir
í Austur-Evrópu. Þeir munu meðal annars lesa upp hreinlega
falsaðar og upplognar tilvitnanir, ef þeir bregða ekki vana sín-
um. Þið munuð meðal annars fá enn einu sinni að heyra lyga-
söguna um að sósíalistar hafi viljað segja Þjóðverjum og Jap-
önum stríð á hendur, ásamt mörgum fleiri slíkum.
En jafnvel þó þeir fái einhvem til að trúa þessum lyga-
sögum, hvað gagnar það þeim? Staðreyndimar halda áfram
eð vera staðreyndir hvað vondir sem kommúnistar em. Svo
billega sleppa þeir ekki undan ábyrgðinni. Þeir munu sannar-
lega ekki sleppa undan ábyrgð sinna eigin verka.
Drögum nú saman helztu staðreyndimar.
Þeir hafa ekki aðeins svikið öll atriði stefnuskrár
sinnar, heldur hefur breytni þeirra verið þveröfug við
loforð hennar og fyrirheit.
Þeir hafa aukið dýrtíðina í landinu svo að rétt vísitala
er komin á fimmta hundrað stig og jafnframt skipulagt