Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 71
RÉTTUR
71
ustu bændaleiðtogans Hermanns Jónassonar, en ekki auð-
mannanna eða lítilmótlegustu þýja þeirra.
En sá gífurlegi auður, sem á stríðsárunum safnaðist á
fárra maniia hendur megnaði á örfáum árum að skapa
hjá yfirstéttinni þá skefjalausu peningagirnd og sið-
ferðilegu niðurlægingu, serp birtist í allri sinni viður-
stygð í afsali yfirráðanna yfir landinu 30. marz 1949.
Sósíalistaflokkurinn hafði reynt að afstýra því að auð-
ur sá, er saman safnaðist á svo skömmum tíma, hefði
þessi siðspillandi áhrif, með því að reyna að knýja
það fram að hann yrði allur notaður til nýsköpunar at-
vinnulífsins og nýbyggingar landsins. En aðalflokki
auðmannastéttarinnar . og hinum andléga botnlanga
hans, Alþýðuflokknum, tókst að koma í veg fyrir að
allur sá auður yrði þannig notaður til þess að leggja
grundvöll að áframhaldandi velmegun þjóðarinnar.
Braskararnir fengu að raka til sín auð, þrátt fyrir alla
baráttu Sósíalistaflokksjns gegn því. Og bændaflokkur
landsins, Framsóknarflokkurinn, brást á hinu sögulega
augnabliki í október 1944 algerlega því hlutverki sínu,
sem hann hafði mest talað um að hafa á hendi, hlut-
verki sáttasemjarans og málamiðlarans. Einmitt þegar
tækifærið var til þess að knýja fram nýtingu í þjóðar-
þarfir á öllum stríðsgróðanum til tæknilegrar umbylt-
ingar á atvinnuvegum landsins, skauzt Framsóknar-
flokkurinn úr leik, af því hann einblíndi undir and-
legri forustu Eysteins Jónssonar á kauplækkunina sem
eina úrræðið og eggjaði beinlínis stríðsgróðavaldið til
óbilgirni og arðráns gagnvart alþýðu manna.
Siðspilling stríðsgróðans skapaði þannig hjá yfirstétt-
inni hið andlega forað, sem varð hæfur grundvöllur,
til að tryggja þjóðsvikin á. Hagsmunaleg bönd við
engilsaxneska auðvaldið urðu hinir pólitísku fjötrar, er
hnýttu svo þessa yfirstétt við auðvald Ameríku, sem
ágirntist landið, og auðvald Englands, er arðrændi þjóð-