Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 91
RÉTTUR
91
Það er hægt að segja í fám orðum hvað gerzt hefur. Hin fyrri
vesturevrópska „öryggisgjörð“ í Austurevrópu hefur orðið að
þoka fyrir samskonar megingjörðum rússneskum, sem eru
treystar með allmörgum sáttmálum, en aðaltilg'angur þeirra er
að koma í veg fyrir árás af hálfu Þýzkalands. Aldrei nokkru
sinni hafa Ráðstjórnarríkin ógnað Danmörku, en eigi að síður
verður vart móðursjúkrar hræðslu, sem birtist áþreifanlega í
páskavikunni í fyrra, og alið er á af hinum bandarísksinnuðu
blöðum með æsifregnum um rússneskar heræfingar, sem beint
sé gegn Danmörku. Við hvað eru menn eiginl.ega óttaslegnir?
Ráðstjórnarríkin hafa ætíð lagt áherzlu á varnartilgang utan-
ríkisstefnu sinnar og hvað eftir annað lýst yfir því gagnvart
Norðurlöndum að þau hafi áhuga á þjóðernislegu sjálfstæði
okkar. Fyrir Danmörku'hefur'ekki skapazt neitt „nýtt“ við-
horf. Síðustu aldirnar höfum við einkum notið þess að stórveldi
Evrópu höfðu nokkurn áhuga á að ekkert eitt þeirra næði
tangarhaldi á landinu til lengdar. Rússland hefur veitt okkur
mikilsverðan stuðning gegn landvinningastefnu Þjóðverja, ekki
fyrst og fremst af ást eða umhyggju í okkar garð — þvilíku
ættu menn ekki að búast við frá stórveldum — heldur af
raunsœisástæðum. Það væri glapræði af Dönum að fara að
ganga í hernaðarbandalag, þar sem allar herfræðilegar taugar
liggja til Washington, og þar sem varnir Danmerkur hafa svo
óendanlega lítið gildi samanborið við hvað Bandaríkjunum
býður við að horfa í tafli sínu við Ráðstjórnarríkin. Við skul-
um ekki láta æsa okkur upp til að halda að danska þjóðin sé
að „svíkja lýðræðið” með því að neita þátttöku í bandalaginu.
Það ,,lýðræði“ sem nú er að leitast við að treysta aðstöðu
sína gagnvart Ráðstjórnarríkjunum, er svo ófagurt innvortis
að enginn sannur lýðræðissinni getur við það kannazt. Við
skulum efna lýðræðislegar skuldbindingar okkar og efla lýð-
ræðið innanlands og fullkomna mikið frá því sem nú er. En
við eigum ekkert erindi ofan í landvinningalýðræðis- og varn-
arbandalagsflatsæng, sem við þekkjum ekki hvemig er,
hversu rúmgóð eða hverjum reidd. Það hefur skeð áður í
sögunni að bandalög hafa hrunið til grunna, til óbætanlegs