Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 41
RÉTTUR
41
vissum ríkjum í hugsanlegri styrjöld, veiti þeim fyrir
fram herstöðvar og víðtæk yfirráð yfir landi og þjóð á
ófriðartímum, en aðstöðu og ítök til undirbúnings stríðs
á friðartímum. Island myndi þar með afsala sér af sjálfs-
dáðum friðhelgi sinni, hætta að byggja tilveru sína sem
sjálfstæðs ríkis á traustinu á virðingu þjóðanna fyrir rétti
hvor annarrar til sjálfsákvörðunar, á þrá mannkynsins
eftir friði, en gera vopnavaldið — og það vopnavald ann-
arra ríkja — að þeim grundvelli, er íslenzka ríkið byggi
tilveru sína á. Island myndi þar með einnig taka á sig
allar þær afleiðingar, efnahags- og stjórnmálalegs eðlis,
sem af stríðsaðild hljótast.
Hlutleysi íslands fylgja að vísu hættur, en við inngöngu
í hemaðarbandalag myndu allar þær hættur margfaldast.
Slíkt væri því tilræði við sjálft líf þjóðarinnar.
2. Með inngöngu í hemaðarbandalagið færi valdið yfir
því hvort Island lenti í ófriði úr höndum Islendinga sjálfra
og í hendur herforingjaráðs bandalagsins, sem einvörð-
ungu liti á Island sem eina helztu herstöð bandalagsins
án alls tillits til eigna og lífs íslendinga. Yfirráðin yfir
landi vom fæm því úr höndum þjóðarinnar yfir til her-
valds, sem smám saman kæmi hér á hernaðareinræði.
Sjálfstæði þjóðarinnar væri með þessari þátttöku ofurselt
og frelsi landsmanna fómað.
3. ísland, sem fyrir fimm árum fagnaði frelsi sínu eftir
sjö alda nýlendukúgun, væri með þátttöku í þessu banda-
lagi að gerast bandamaður voldugustu nýlenduvelda heims
ins til þess að hjálpa þeim til þess að viðhalda nýlendu-
kúgun þeimi, sem skapað hefur auð þeima á kostnað
þrautpíndra nýlenduþjóða.
4. Island væri með inngöngu í þetta bandalag léð auð-
valdi Bandaríkjanna sem stökkpallur til árása á alþýðu-
riki Evrópu og sem sprengjustöð gegn þjóðum þeim, er
Evrópu byggja með oss. Slíkt væri Islendingum því
ósæmilegra sem alþýðuríki Evrópu hafa ekkert á hluta
íslands gert, en Bandaríki Norður-Ameríku hins vegar