Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 21
RÉTTUR
21
þessum orðum: Þó ekki eins og ég vil, heldur eins og þú vilt.
— Hinsvegar þykir mér líklegt að Acheson hafi sagt eitthvað
svipað við Bjarna eins og Hallgerður langbrók við Sigmund
forðum: Gersemi ert þú, hversu þú ert mér eftirlátur.
Það sem undir býr eru ekki íslenzkir hagsmunir, heldur
hagsmunir og áhugamál amerískra einokunarhringa, nýlendu-
kúgara og yfirdrottnunarseggja. Þeir eru að búa sig undir
stríð við Sovétríkin og alþýðuríki Austur-Evrópu.
Þeir hafa þegar komið sér upp herstöðvum víðsvegar um
hnöttinn, allt umhverfis Sovétríkin. Þær eru þegar orðnar
500 til 600 að tölu. Þeir eru að koma upp hernaðarbandalagi
með auðvaldsríkjum allt umhverfis Sovétríkin. — Meðal þess-
ara ríkja, sem þeir hervæða og kalla lýðræðisríki, eru Tyrk-
land, Grikkland og Portúgal og vafalaust Spánn um það er
lýkur. Þessu bandalagi er opinberlega stefnt gegn Sovétríkj-
unum. Þeir kalla það varnarbandalag gegn árás. Sjálfir eru
þeir og bandamenn þeirra blóðugir upp að öxlum í árásar-
styrjöldum gegn friðsömum og varnarlausum þjóðum, gegn
Grikkjum, Indónesíumönnum, íbúum Austur-Indlands og Indó-
Kína. Það líður varla sá dagur að blöð í Bandaríkjunum krefj-
ist þess ekki, að hafið sé kjarnorkustríð gegn Sovétlýðveldun-
um. Á götum New York borgar má sjá kröfugöngur berandi
spjöld með kröfunni:
Notið kjarnorkusprengjuna gegn Sovétlýðveldunum strax í
dag, á morgun er það orðið of seint.
Þjóðskipulag Bandaríkjanna kreíst styrjaldar, þjóð-
skipulag Sovétríkjanna íriðar
Fyrir þá sem kynnt hafa sér þróunarferil kapítalismans er
þetta allt eðlilegt. I þjóðskipulagi Bandaríkjanna eru allar
orsakir styrjaldarundirbúnings og styrjaldar að verki. Núver-
andi kynslóð Bandaríkjanna þekkir ekki skelfingar styrjaldar.
Auðfélög Bandaríkjanna græddu 50 þúsund milljónir dollara
á síðasta stríði. Nú er kreppa á næsta leiti geigvænlegri en