Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 46
46
RÉTTUR
ríkjamanna þótti því vænlega horfa í viðureigninni við
félagið.
Verkfallið stóð í röskar þrjár vikur. Þá fyrst þótti at-
vinnurekendum ráð að ganga til samninga, vegna þess
að þeir reiknuðu með víðtækum samúðarverkföllum með
Þrótti. — Samkvæmt samningunum tekur Þróttur að sér
aksturinn til flugvallarins, en tímakaup 'hækkar um 10
grunnaura. Þetta jafngildir lækkun á kaupi bílstjóra á
langferðum, þar sem tímakaup kemur í staðinn fyrir
gildandi langferðataxta. Hinsvegar töldu bifreiðastjórar
ekki vænlegt að halda deilunni áfram með þeirri stjórn
í félagi sínu, sem þeir eiga. við að búa.
Vegna hinna miklu verðhækkana, sem orðið hafa fyrir
tilverknað ríkisstjórnarinnar, geta verkamenn nú ekki
lengur unað við launakjör sín.
Starfsmenn ríkis og bæja hafa krafizt allt að 36%
launahækkunar. Héldu þeir aukaþing til að ræða aðgerðir
af hálfu samtakanna, og mun meirihlutinn hafa verið því
fylgjandi að hætta störfum, þrátt fyrir það, að þeim er
bannað að gera verkfall með lögum. Varð þetta til þess,
að Alþingi samþykkti heimild til ríkisstjórnarinnar um
að verja nokkru fé til launauppbótar handa starfsmönn-
um ríkisins. Mörg verkalýðsfélög hafa fengið kauphækk-
un, án þess að til verkfalls kæmi, og sum allverulega, jafn-
vel allt að 20%. Stærstu og þýðingarmestu verkalýðsfé-
lögin hafa nú sagt upp samningum, og renna samningar
þeirra út í þessum mánuði. Þar á meðal er Dagsbrún í
Reykjavík, mörg félög á Norðurlandi, meðal þeirra
stærstu félögin, ennfremur allmörg félög sunnanlands og
flest félögin á Vestfjörðum hafa lausa samninga. Um
miðjan þennan mánuð hefst verkfall Dagsbrúnar og
stærstu félaganna norðanlands, ef ekki 'hafa tekizt samn-
ingar áður. Má því búast við stórverkföllum á næstunni
og áframhaldandi verkfallsöldu, nema valdhafarnir, at-
vinnurekendur og rikisstjórn kjósi heldur að láta undan
síga.