Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 92
92
RÉTTUR
tjóns fyrir hina veikari aðila. Hinn gamli danski málsháttur,
að fólk eigi ekki að eta kirsuber með þeim ríku, á ekki hvað sízt
við í alþjóðastjórnmálum. Við verðum að gæta þess að láta
ekki ölvast svo af ímynduðum styrk að okkur fari eins og
músinni sem sagði kettinum stríð á hendur.
Við vitum mætavel að hervæðing og hernaðarlegt uppeldi
dönsku þjóðarinnar er ósamrímanleg dönskum lýðræðisvenjum,
sem hafa verið með öllu frábitnar hernaðaranda síðan á
níunda tug síðustu aldar. Við verðum að vona að' danska þjóðin
geri sér ljóst, hver hætta er samfara þátttöku í hemaðarbanda-
lagi undir bandarískri stjóm, hvað slík stefna kostar, og
hverjar afleiðingar hún kann að hafa skárstar, þ. e. a. s. eyð-
ingu stórra svæða á jörðinni, þar á meðal smáríkjanna, sem
sennilega hefðu sloppið með því að gæta strangasta hlutleysis
í átökum stórveldanna, sem eru þeim hvort eð er að mestu
leyti óviðkomandi.
Hinsvegar getur hluttaka í hernaðarbandalagi aldrei verið
trygging fyrir friði, heldur einmitt fyrir stríði. Þó því sé
sleppt eins og hverjum öðrum smámunum að allt þjóðlegt og
almennt frelsi hlýtur að hverfa sem dögg fyrir sólu í sama
mund og styrjöldin mikla brytist út, þá verður því ekki neitað
að hitt virðist meir í þágu lands vors að vinna að samkomulagi
innan Sameinuðu þjóðanna, heldur en fleygja sér hugsunar-
laust í fang eins stórveldis, með öllum þeim örlögþrungnu af-
leiðingum er slík léttúð getur haft. Menningarhlutverk smá-
þjóðanna er á sviði samkomulags- og sáttastefnu. Og innan
Sameinuðu þjóðanna eiga fulltrúar smáþjóðanna að túlka og
treysta óskir almennings um frið og samlyndi í skiptum þjóða
milli.
(Ritað í febr. 1949).
Þorvaldur Þórarinsson íslenzkaði.