Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 95
r
R É T T U R 95
öll nauðsynleg skilyrði séu fyrir hendi til þess að frarakvæma
hina miklu 15 ára áætlun.
Áætlun í sjö liðum
Þessi áætlun er í eftirfarandi sjö aðalþáttum:
1. Ræktuð verða fjögur mikil skógarbelti til þess að draga
úr áhrifum hinna heitu, þuiru vinda, er blása af eyðimörkum
Mið-Asíu og eru meginorsök þurrka og jarðfoks. Eitt skógar-
beltið liggur frá syðsta hluta Úralfjalla að Kaspíahafi; annað
heltið liggur um 160 km. fyrir austan Volgu og samhliða henni;
hið þriðja fylgir Volgubökkum að Stalíngrad, en liggur þaðan
'suður í Kákasusfjöll; síðasta skógarbeltið liggur um 160 km.
vestur frá Volgu, hefst við suðurmörk furuskóganna og ligg-
ur til suðurs, þvert yfir Donbuginn að landamærum Úkraínu.
Samanlögð lengd þessara skógarbelta er um 5000 km.
1 þessum hluta áætlunarinnar er einnig gert ráð fyrir endur-
græðslu á skógum i hinum jarðvegssnauðu foksvæðum við
upptök stórfljótanna, einkum Volgu og Don. Þá skóga, sem þar
eru enn á að friða og höggva síðan einungis eftir vísindalega
grundvölluðum aðferðum. Það er alkunna að vemdun skóga
á upptökusvæðum fljóta eykur rakaheldni jarðvegsins, dregur
úr áhrifum. vorleysinga og minnkar stórum flóðahættu við
neðri hluta fljótanna. Ræktun vamarbelta í Ráðstjómarríkj-
unum var komin af tilraunastigi fyrir heimsstyrjöldina. Sam-
yrkjubúin í Úkraínu höfðu komið upp skjólbeltum í stómm
stíl umhverfis akra, og var samanlagt flatarmál beltanna um
270 000 hektarar. Þýzki innrásarherinn eyðilagði síðar megnið
af þessum varnarbeltum, en þau voru hvorki eins stór né
áhrifamikil og þær framkvæmdir, sem ráðgerðar em sam-
kvæmt þessari stórkostlegu áætlun.
Vinna við skógarbeitin á að hefjast á þessu ári undir yfir-
stjórn skógræktarráðuneytisins. Jafnframt verða á þessu ári
gerðir allsherjarsamningar við þau samyrkjubú, er eiga lönd
á þessum slóðum. Ríkið greiðir allan kostnað vegna skógar-
beltanna.