Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 107
Við fótstall Lincolns
Reynsla hvíts manns, sem dulbýr sig sem
svertingi í Suðurríkjum Bandaríkjanna.
Við Arlingtonbrú í Washington stendur minnismerki
Lincolns: marmaraskáli með súlum í kring — þrjátíu og
sex að tölu, eins og ríkm við dauða Lincolns. Inni í skál-
anum er geysistórt líkneski af Lincoln, þar sem hann sit-
ur í hægindastól. Á veggina eru grafnir smákaflar úr ræð-
um hans. Fyrir ofan texta Gettysburgávarpsins er mynd,
er á að sýna, hvernig sannleikurinn frelsar hina blökku
þræla Ameríku. Beggja vegna við þessa táknmynd eru
einnig myndir, er tákna kærleikann og réttlætið. í leið-
arvísunum eru notaðir upphafsstafir í þessum orðum.
í þessari íburðarmiklu byggingu gerðist fyrir skömmu
atvik, sem varpar skíru ljósi á einn skuggalegasta þátt-
inn í nútímalífi Ameríku. Fimmtugur svertingi, James
Walls, hengdi sig !í kjallara Lincolnminnismerkisins,
beint undir hægindastóli mannsins, sem gaf blökku þræl-
unum frelsi.
Amerísku blöðin, sem svo fúslega ljá rúm sitt fyrir
lýsingar á hundasýningum og ráðleggingar handa bridge-
spilurum, kusu að hafa ekki hátt um þessa harmsögu.
Lögreglan í Washington gat ekki grafizt fyrir orsakir
sjálfsmorðsins. Hún lagði sig ekki heldur mjög í fram-
króka um það. Það mundi hafa beint athyglinni alltof
mikið að aðferðum þeim, sem viðhafðar eru á þrælamark-
aðinum og gera líf fjórtán milljóna Bandaríkjaþegna að
hreinum og beinum pyndingum.
Til skamms tíma voru það aðeins framfarasinnuð blöð,
sem skrifuðu um réttleysi svertingjanna. En vegna kosn-