Réttur - 01.01.1949, Blaðsíða 88
88
R É T T U R
um stjórnarskrám, en þau skorti þá félagslegu og efnahags-
legu undirstöðu sem er forsenda borgaralegra lýðræðisríkja
í Vesturevrópu. Innan fárra ára var þar allsstaðar komið
fasistískt stjórnarfar, eftir ítalskri fyrirmynd. Þannig fór 1
rauninni einnig í Austurríki, þar sem hinn kaþólski fasismi
naut blessunar páfastólsins til að hrinda stjórn verkamanna
af stóli í Vínarborg. Á efnahagssviðinu börðust franskir, enskir
og bandarískir auðkýfingar í samvinnu við ,,þjóðlega“ óðals-
og iðjuhölda um réittinn til að féfletta réttindasnauðan og
lítilsigldan almúgann, og hin miklu auðæfi þessara landa
lentu þannig í höndum Vesturevrópu fyrir hálfvirði. Eftir
1930 komu Þjóðverjar til sögunnar sem keppinautar á fjár-
málasviðinu og síðar einnig á stjórnmálasviðinu. Ósigur vest-
urveldanna var bersýnilegur alllöngu fyrir árið 1939, og þær
stjórnmálatryggingar er þau höfðu veitt Austurevrópuríkj-
unum, sem áttu að vera einskonar varnarveggur á milli Þýzka-
lands og Ráðstjórnarríkjanna, sviku þau samvizkulaust. Þau
litu mjög óhýru auga uppbyggingu Ráðstjómarríkjanna, eftir
að íhlutun Vesturevrópuríkjanna til að fella bolsévismann fór
út um þúfur og ásamt henni áframhaldandi aðstaða til fjárfest-
ingar. ,,Lýðræðisstefna“ Englendinga gagnvart nazismanum
kom greinilega í ljós árið 1937, þegar Halífax lávarður gaf
Hitler í skyn að þeir skoðuðu hann sem hið öílugasta varnar-
virki gegn bolsévismanum, og launaði þetta starf hans með
því að afhenda honum ávísun á Austurríki og Tékkóslóvakíu.
Þróunin varð samt önnur en hinir ensku stjórnmálamenn
höfðu gert sér í hugarlund. 1 styrjöldinni við nazismann, þar
sem Ráðstjórnarríkin og England báru hita og þunga dagsins,
breyttust mjög skoðanir manna á Ráðstjórnarríkjunum, og í
stjórnartíð Tsjörtshills sem hrósað hafði fasisma Mússólínis
og ráðizt heiftarlega á Ráðstjórnarríkin var skyndilega breytt
um stefnu. Stjórnin.gaf út handa hernum leiðarvísi um Ráð-
stjórnarríkin (Manual of Soviet Enterprise) og sérstakur fyr-
irlesari (War Office Official lecturer to H. M. Forces) flutti
óteljandi erindi um hið rússneska lýðræði. Menn neituðu því
hneykslaðir að Stalín væri einræðisherra, að eklci rikti lýðræði