Réttur


Réttur - 01.01.1949, Síða 63

Réttur - 01.01.1949, Síða 63
HÉTTUR 63 réttindastéttanna. Næg dæmi hérlendrar reynslu eru til sönnunar því, hvert slíkt lýðræði leiðir. Aldrei mun óvinsælli ríkisstjórn hafa setið á íslandi en sú, sem nú er við völd, og gildir það ekki einungis um skoðanalega andstæðinga, heldur og meginhluta stuðn- ingsflokkanna. Samt situr þessi stjórn áfram eins og ekk- ert sé um að vera. Og það sem furðulegra er: ekkert er líklegra en sá meirihluti Alþingis, sem styður þessa stjórn, haldi velli við næstu kosningar. Þeir kjósendur, sem and- vígir eru sósíalisma munu með öðrum orðum telja sig til- neydda að fleygja atkvæði sínu á þá fulltrúa, sem hafa algerlega brugðizt trausti þeirra — og það af þeirri ein- földu ástæðu að þessir sömu fulltrúar hafa um það afger- andi áhrifavald í flokksstjórnunum hverjir valdir verða til kjörs Þannig er þá hið marglofaða „vestræna lýðræði“ í framkvæmd: til þess að hindra það sem allt veltur á, umráðarétt fólksins yfir atvinnutæki sínu, er íhlutunar- réttur atkvæðaseðilsins gerður að blekkingu, skrípaleik, sem á sér enga stoð í veruleikanum nema sem falsaður áróður. Heiðarlegir borgarar eru beinlínis neyddir til að endurkjósa þá valdhafa, sem gerzt hafa svikarar við menn- ingarlega tilveru þjóðarinnar og mútuþegar erlends valds — að öðrum kosti verða þeir stimplaðir sem „attaníossar kommúnista og fimmtuherdeildarmenn“. Það ætti ekki að þurfa að rekja það fyrir neinum verka- manni, hver áhrif núverandi stjórnarstefna hefur haft á lífskjör íslenzkrar alþýðu — farg hennar hlýtur að hvíla það þungt á hverri venjulegri fjölskyldu í landinu. Árás- irnar á afkomumöguleika fólksins inn á við hafa trúlega haldizt í hendur við afsal þjóðréttindanna út á við. Stór- virkustu atvinnutæki nýsköpunaráranna lágu einmitt við landfestar á sömu stund og verið var að selja friðsamlega framtíð hins unga lýðveldis fyrir fáeina dollara. Þrátt fyrir lögbundna, rammfalsaða vísitölu heldur dýrtíðin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.