Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 4
4
RÉTTUR
Sú staðreynd lýsir íslenzka auðvaldskipulaginu vel, að
það þurfti heimsstyrjöld eins og þá er brauzt út 1939 til
þess að nokkurt hlé yrði á atvinnuleysinu og allir vinnu-
færir Islendingar fengju atvinnu.
En íslenzku burgeisarnir litu alls ekki á næga og varan-
lega atvinnu sem eðlilegt og sjálfsagt fyrirbæri. Árið 1944
lýsti einn þáverandi og núverandi ráðherra íhaldsins því
yfir, að þann dag, sem friður kæmist á í álfunni, myndi allt
framleiðslukerfi landsins „molna sundur“.
En einmitt á sama ári gerðist hinn einstæði atburður
í sögu lands og þjóðar.
Á grundvelli þeirra fjárhagslegu aðstæðna fslands, er
skapast höfðu á styrjaldarárunum, sagði Sósíalistaflokk-
urinn þjóðinni, að því færi f jarri, að hún þyrfti að upplifa
aftur tímabil atvinnuleysis og eymdar, ef hún þekkti vitj-
unartíma sinn.
Hann sagði Islendingum, að það væri á þeirra eigin valdi
að tryggja öllum vinnufærum mönnum varanlega atvinnu
og að fyrsta skrefið til þess væri það að framkvæma stefnu
þá, er kennd var við nýsköpun atvinnuvegaima.
Þessi boðskapur hlaut svo mikið fylgi meðal þjóðarinnar,
að afturthaldsöflin voru ofurliði borin og urðu að draga
klæmar inn í bili.
í nálega tvö ár réði nýsköpunarstefnan hér ríkjum og
framkvæmdir hennar eru hverju mannsbarni kunnar.
Hið gífurlega átak nýsköpunaráranna var eingöngu
hugsanlegt vegna forgöngu Sósíalistaflokksins og forystu
hans í ríkisstjórninni.
Aldrei fyrr höfðu slíkar áætlanir um eflingu atvinnu-
lífsins verið gerðar né framkvæmdar.
Tveggja ára tímabil nýsköpunar atvinnulífsins er sem
leiftur í allri nútímasögu íslendinga og varanleg áhrif
þess verða seint ofmetin.
Þessi tvö ár og jafnvel lengur þekktist atvinnuleysi ekki
á fslandi. Á sama tíma og allt atvinnulíf landsmanna átti