Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 7
RÉTTUR
7
Enn þurfti tvennar stórfelldar ráðstafanir til þess, að
„hæfilegt“ atvinnuleysi ytrði í landinu.
I fyrsta lagi gengislækkunina í fyrra vor, sem færði
bátaútveginn exm nær gjaldþroti, hefti enn meir allar fram-
kvæmdir á sviði atvinnulífsins með tilheyrandi atvinnu-
rýmun og uppflosnun millistéttanna, sem meir og meir
hverfa í hóp atvinnuleysingjanna.
I öðru lagi stöðvun lánastarfsemi bankanna til atvinnu-
veganna og annara verklegra framkvæmda svo sem bygg-
ingarstarfsemi. Af hálfu yfirstéttarinnar er það þessi
ráðstöfun, sem duga skal til þess að ,,regúlera“ atvinnu-
lífið svo, að enginn hætta verði á fullri atvinnu.
Hin fjögurra ára þróun þessarar kyrkingsstarfsemi
gagnvart íslenzku atvinnulífi hefur verið samofin hinni
amerísku kreppu- og hemaðarstefnu og verið fram-
kvæmd á grundvelli hinnar svonefndu Marshallhjálpar,
efnahagssamvinnustofnunar o. s. frv. Islenzka auðvaldið
gleypti fegins hendi þjóðsöguna um „hjálparstarfsemi"
bandaríska auðvaldsins og birti meira að segja „fjögurra
ára áætíun“ í ameriskum reyfarastíl um framkvæmdir á
Islandi.
Reyndin hefur hinsvegar orðið sú, að með skuldbind-
andi bandarískum lánum og gjöfum hefur íslenzkt at-
vinnulíf ekki aðeins hrörnað, heldur hefur atvinnu- og
f jármálalíf Íslendinga komizt meir og meir undir erlent
eftirlit, eftirlit bandaríska auðváldsins. Engin meiri- eða
minniháttar skref eru stigin nú á Islandi á efnahags- og
f jármálasviði, nema. bandaríska auðvaldið sé spurt um
leyfi. Bandarískt leyfi þarf meira að segja til þess að
byggja smáíbúðir á islandi — og fæst samt ekki. Og banda-
rískar fyrirskipanir eru gefnar um „rétt“ gengi íslenzku
krónunnar, um kaupgjald á Islandi, tun innflutning hrá-
efna og tilbúinna vara til Islands, þótt það kosti t. d. ís-
lenzkan iðnað lífið.
Yfir íslenzku atvinnulífi, yfir íslenzkum fjármála- og