Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 115
RÉTTUR
115
íun. Vér þurfum að afla oss þess frelsis, brjóta ok þessara erlendu
og innlendu einokunarhringa af oss — og læra að starfa sem bezt
saman að því að hagnýta það frelsi.
Öll barátta íslenzkrar alþýðu fyrir því að bæta lífskjör sín,
hrinda þeim árásum sem á hana hafa verið gerðar og vinna aftur
það, sem glatast hefur fyrir það að altof margir kusu amerísk þý
á þing 1949, — öll slík hagsmunabarátta alþýðu verður órjúf-
anlega tengd baráttunni fyrir frelsi þjóðarinnar af oki amerísku
auðdrottnanna og erindreka þeirra, einokunarhöfðingjanna ís-
lenzku.
Oss íslendinga ætti ekki að skorta reynsluna í þeirri baráttu og
þurfum ekki langt að sækja fyrirmyndirnar um þá þrautseigju og
þjóðlegu samheldni, sem þarf til þess að vinna sigur að lokum.
í allar eggjanir beztu skálda vorra frá tímum þjóðfrelsisbar-
áttunnar færist nýr máttur, jafnvel í háðið þeirra til þýjanna, er
nú heimta að vér krjúpum á kné og þökkum „stóra bróður“ vestan
hafs fyrir „gjafirnar", sem haldi lífinu í oss „aumum og vesælum."
En þjóðarstolt vort og ættjarðarást, hrifning af kvæðum skáld-
anna og fögrum fordæmum brautryðjendanna, er oss ekki nóg.
Hver stétt íslands verður að skoða algáðum augum afstöðu sína
í þjóðfélaginu og þora að líta á verkefni sín og nauðsyn samstarfs
við aðra, án þess að láta pólitískar flokkaskoðanir eða smærri
hagsmunamótsetningar skyggja á það, sem er aðalatriðið: einingu
þjóðarinnar gegn þeim fjandmanni, sem er að brjóta hana á bak
aftur að leggja hana undir ok sitt.
Verkalýður íslands verður framar öllum að skilja til hlítar for-
ustuhlutverk sitt í baráttu þjóðarinnar. Því oki kauplækkana og at-
vinnuleysis, sem nú hvílir svo þungt á herðum hans, verður ekki
aflétt með kaupdeilum og atvinnuleysisbáráttu einni saman.
Verkalýðurinn verður að sameinast sjálfur og sameina aðrar stétt-
ir undir forustu sinni, til þess að taka sjálfur forustu þjóðarinnar
á stj órnmálasviðinu. Aðeins með því móti fær hann aðstöðu til
þess að einbeita kröftum þjóðarinnar til framfara, til útrýmingar
atvinnuleysinu, til nýsköpunar í öllum atvinnuvegum íslendinga.
Bændur íslands þurfa að skilja til hlítar hve órjúfanlega hags-