Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 62
62
RÉTTUH
því í fyrstu lítinn svip þeirra pólitísku átaka, sem hún er
sprottin upp úr.
Atgeirinn.
Kaupmannahöfn var að því leyti miðstöð íslenzkrar
sjálfstæðisbaráttu, að þar var Jón Sigurðsson búsettur,
maðurinn sem allir þjóðlega hugsandi menn litu upp til
sem foringja og þjóðhetju. Þar var líka jafnan mikið mann-
val Islendinga, sem flestir fylgdu Jóni Sigurðssyni fast að
málum og voru samstarfsmenn hans (,,Velferðarnefndin“
sem Krieger nefndi svo í háði). Þeir voru þó til meðal Is-
lendinga í Khöfn, sem ekki hlíttu forustu Jóns Sigurðsson-
ar í stjórnarbótarmálinu, heldur fóru sínar eigin leiðir.
Kunnastur þeirra var Gísli Brynjúlfsson dósent. Hann hóf
svæsnar árásir á Jón Sigurðsson í dönskum blöðum 1872, í
samráði við Krieger ráðherra, að því er Krieger segir sjáLf-
ur í dagbókiun sínum. Benedikt Gröndal byrjaði útgáfu
tímaritsins ,,Gefn“ 1872, með styrk frá stjórninni og réðst
þar á þingmeirihlutann og Jón Sigurðsson undir rós, en
varði stjómina og hina konungkjömu. Benedikt bar þó
alltaf mestu virðingu fyrir Jóni, bæði lífs og liðnum og var
aldrei Danavinur og mun hann hafa iðrast þessarar rit-
smíðar jafnan síðan. Ástæðan til þess að hann leiddist út í
þetta, mun hafa verið einkaleg eins og hann segir sjálf-
ur í ævisögu sinni Dægradvöl: ,,Ég mátti til að hafa ein-
hver ráð til að útvega mér eitthvað, og þá réð ég það
af að sækja um styrk til stjórnarinnar til að gefa út tíma-
rit, og hann fékk ég, og þannig kom út fyrsta heftið af
Gefn. Ég þóttist finna á mér, að ég mundi eiga að sýna
þakklæti við stjómina með því að politisera í hennar anda,
en aldrei var það sagt við mig, enn síður heimtað; en í
þessari ímynduðu þakklætistiLfinningu, ritaði ég í annað
heftið þá ritgjörð, sem ég kallaði „frelsi, menntun, fram-