Réttur - 01.01.1951, Page 134
134
RÉTTUR
félagsins Hlífar og óskaði að vera leystur undan þessari
skyldu, þar til félagið legði út í verkfall. Tókst að fá meiri-
hluta félagsstjómarinnar til að fallast á þetta, en er á fé-
lagsfund kom var það fellt með miklum atkvæðamun. —
Sömuleiðis var samþykkt að fresta verkfalli og hafa sam-
ráð við önnur verkalýðsfélög um það hvenær baráttuna
skyldi hefja. Var þess nú óskað að bærinn og fyrirtæki hans
skrifuðu undir samninga. En Helgi Hannesson forseti
Alþýðusambandsins, neitaði nú fyrir hönd bæjarstjómar.
Samtímis kom það í ljós að fullyrðingar Alþýðusambands-
stjómarinnar tun möguleika á samningum við önnur félög,
svo sem Verkalýðsfélag Akraness, án þess að til verkfalls
kæmi, vom fleipur eitt. Þrátt fyrir þetta krafðist Alþýðu-
sambandsstjórnin þess af félögum þeim er sagt höfðu upp
samningum 1. apríl að fara einangmð út í verkfall 20.
apríl. — Aðeins 3 félög urðu við þessu, félög landverka-
fólks í Vestmannaeyjum og verkakvennafél. í Hafnarfirði.
1 Vestmannaeyjum var verkfallinu aflýst strax á öðrum
degi, og í Hafnarfirði litlu síðar.
Það tók nú að gerast auðsætt að stjóm Alþýðusam-
bandsins var að stefna öllu í óefni. Dagsbrún hafði þegar
hafizt handa til að skapa þau samtök, sem hlutu að vera
forsenda þess að sigur gæti unnizt í komandi stórátökum.
Átti hún frumkvæði að viðræðum milli helztu félaganna í
Reykjavík og Hafnarfirði. Árangurinn var sá að 11 félög í
Reykjavík, og þar á meðal þau, er mestu máli skipta, komu
sér sarnan um, að segja upp samningum frá 18. maí og öll
félögin bundust fastmælum um sameiginlegar aðgerðir og
sameiginlega stjóm baráttunnar. Ef til verkfalls kæmi
lýstu þau sameiginlega yfir að eftirfarandi skilyrði væru
nauðsynleg til að tryggja sigurinn:
1. Félögin hafa sameiginlega verkfallsstjórn og samn-
inganefnd og ekkert félag geri samning nema með sam-
þykki allra hinna.
2. Alþýðusambandið tryggi það, að félög, sem hafa fasta