Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 122
verið er að undirbúa að breiða átumeinið af Keflavíkurflugvelli
yfir allt ísland, gera land vort allt að amerískri nýlendu.
Eftir að hafa séð Keflavíkursamninginn og hina hraksmánarlegu
framkvæmd hans, Atlandshafssamninginn og yfirvofandi afleiðing-
ar hans og nú fjárhagslega yfirdrottnun amerísks auðvalds yfir at-
vinnulífi íslands, getur enginn hugsandi íslendingur efast um
að ameríska auðvaldið sé fjandmaður íslands nr. 1. — en eins og
skilningurinn á því hvernig réttur vor og sjálfstæði er fótum
troðið, og kjarkurinn, til að berjast gegn þeirri kúgun, er oss dýr-
mætari en allt það fjárhagslega verðmæti, sem amerískt áuðvald
kann að svifta oss, — eins er sá íslendingur sem forustuna
hefur í: 1. að hjálpa hinu erlenda valdi til að fótum troða oss, —
2. að blekkja þjóðina til undirgefni undir það og — 3. að ofsækja
íslendinga fyrir að standa á rétti sínum, — þjónn og erindreki
hins erlenda valds á íslandi nr. 1, Því tekur nú Bjarni Benedikts-
son dómsmálaráðherra þá aðstöðu hér, er hinir erlendu hirðstjórar
eða höfuðsmenn höfðu forðum.
Eins og hann brýtur niður íslenzk lög með framkvæmd sinni
á Keflavíkursamningnum, eins reynir hann að eyðileggja íslenzkt
réttarfar með kerfisbundinni spillingu og ofsókn. Hann brýtur
niður friðhelgi íslands með því að beygja það með offorsi og of-
beldi undir Atlandshafssáttmálann og býr sig nú undir að kalla er-
lendan.her inn í landið, til þess að halda með hans hjálp þjóð-
inni undir harðstjórn amerísks auðvalds, ef þörf gerist. Hann
æfir sig nú undir komandi harðstjóra-hlutverk í þágu amerískra
auðkónga, með því að beygja þingmenn íhaldsins með hótunum og
yfirgangi undir vald sitt og Ameríkana, — en áttar sig ekki á að
íslenzka þjóðin er úr harðgerðara efni en dúkkudrengir úr Heim-
dalli.
Það er vissulega hægt að beita oss íslendinga ofbeldi. Það er
lítill vandi voldugu ríki að vinna slíkt bleyðiverk með aðstoð
„íslenzkrar" ríkisstjórnar. Slíkt hefur verið unnið hér áður. En
þrátt fyrir alda ofbeldi, þá vorum það vér íslendingar, sem sigr-
uðum að lokum.
Það er hægt að beita hervaldi gegn oss íslendingum. Það hefur