Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 9
RÉTTUR
9
hafi valdið miklum truflunum á rekstri iðnfyrirtækja og
hindrað eðlilega byggingarstarfsemi“, og að nú sé svo
komið, að „ýmis iðnfyrirtæki hafi af þessum ástæðum
orðið að draga úr eða stöðva með öllu atvinnurekstur
sinn“. (Lbr. greinarhöf.).
Með atvinnuleysinu settist neyðin að á heimilum verka-
fólksins.
Fundur í verkalýðsfélaginu á Bíldudal 21. janúar s.l.
lýsti ástandinu þar á þessa lund:
„Atvinnulíf hefur nú á annað ár verið í því ófremdar-
ástandi, að leitt hefur til fullkomins neyðarástands hjá
fjölda verkafólks“. (Lbr. greinarhöf.).
Því fólki fer víða fjölgandi, sem verður að segja sig til
sveitar. Margir þeirra, sem á atvinnuárunum gátu lagt
nokkrar krónur til hliðar, verða nú að eyða þeim í fram-
færslukostnað sinn.
Aðstaða atvinnulítilla eða atvinnulausra manna er auk
þess að mörgu leyti miklu verri nú en fyrir 10 árum síðan.
Þá var algengt, að menn fengju vörur skrifaðar hjá
kaupmanninum. Nú mun þetta vera mjög sjaldgæft.
En það sem mestu munar er hin gífurlega dýrtíðar-
aukning undanfarin ár. Á fjórum síðustu árum hafa 45
tegundir allra algengustu neysluvara almennings meir en
tvöfaldast í verði
Enn sem fyrr er atvinnuleysið æskulýðmun sérstaklega
viðkvæmt og það því fremur sem hin unga kynslóð nútím-
ans hefur árum saman búið við næga atvinnu, en verður nú
að reka sig á hina hörmulegu reynslu atvinnuleysisins og
sjá framtíðarvonir sínar verða að engu.
Og engar atvinnuleysistryggingar eru f yrir hendi til þess
að draga úr sárasta böli atvinnuleysisins. Sá maður, sem er
rændur atvinnu sinni, er dæmdur til bjargarleysis, til hung-
urs og afneitunar á mannlegu viðurværi. 1 ,,bezta“ falh
er hann dæmdur til þess að segja sig á bæinn eða sveitina.
Það sem skiptir þó öllu máli, er sú vissa, að það aítvinnu-