Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 125
RÉTTUR
125
svo miklu leyti sem þessum höfðingjum þykir hentugt að leggja
niður afskipti fjárhagsráðs af vissum þætti gjaldeyrisleyfanna til
þess að geta auðveldar losnað við „kvota“ hinna smærri, þá færa
þeir valdið yfir gjaldeyrinum yfir í Landsbankann. í bankaráðinu
sitja Vilhj. Þór og Ólafur Thors og bankamálaráðherra er Björn
Ólafsson. í bankastjórn telja þessir höfðingjar sig heldur ekki
áhrifalausa. Einokunarvald þeirra yfir verzluninni er því tryggt,
meðan verzlunin fæst ekki gefin frjáls af öllum fjötrum fjárhags-
ráðs, Landsbanka og ríkisstjórnar, en einvörðungu gerð háð laga-
fyrirmælum Alþingis, er gildi jafnt fyrir alla íslendinga.
Samband þessara einokunarhöfðingja við ameríska auðhringa er
mjög áþreifanlegt.
Standard Oil, sterkasti olíuhringur heims og alræmdasta ein-
okunarfélag jarðarinnar, hefur nú með aðstoð Vilhjálms Þór
þvælt sjálfu S.Í.S., samtökum þeim, er íslenzka alþýðan skóp til
baráttu gegn arðráni verzlunarauðvaldsins, inn í net sitt. Vilhjálm-
ur Þór og Björn Ólafsson eru báðir tengdir því félagi. — Fingraför
þessa ameríska einokunarhrings mátti sjá á blöðunum, Tímanum
og Alþýðubl. nýlega, út af „olíumálinu“ svonefnda*
* Það gefur ofurlitla hugmynd um hvernig amerískir og brezkir
auðhringar arðræna ísland sem markað, að athuga innflutnings- og
útflutningshlutföllinn 1950 í millj. kr.:
Útfl. til:
55
49
Innfl. frá:
Bandaríkin
Bretland
107
122
Auk þess er svo innflutningurinn á mestallri olíunni frá ame-
rísku og brezku auðhringunum, sam kemur frá holl. nýlendunum
í Ameríku 75 millj. króna. Og gróði olíufélaganna er ekkert smá-
ræði og fer sívaxandi. Samkvæmt Petroleum Press Service óx
gróði fimm stærstu amerísku olíufélaganna frá 1938 til 1948 úr
181 milljónum dollara upp í 884 milljónir dollara. Á sama tíma
óx árlegur gróði Anglo Iranian Oil Co. úr 6 millj. punda upp
í 24 milljónir punda. Síðan 1948 hefur þó gróði allra þessara félaga