Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 20
20
RÉTTUR
inn í sveitum Kína og jók með því á landþrengslin, svo að
þar kom, að meginhluti kínversku bændanna urðu ánauð-
ugir stórjarðeigendunum, höfðu engu að tapa en allt að
vinna við gerbyltingu þjóðskipulagsins. Lolks lærði kín-
verska alþýðan í baráttunni við innrásarher japönsku
heimsveldissinnanna þær baráttuaðferðir, sem henni dugðu
til að reka síðan af höndum sér innlenda kúgara.
Telja má, að kínverska byltingin hafi staðið óslitið síðan
1911, er keisarastjórninni var steypt af stóli. Níu árum
síðar, 1920, var stofnaður Kommúnistaflokkur Kína, sem
nú hefur leitt byltingaröflin til sigurs. Þegar flokkurinn
var stofnaður, var Kína hlutað sundur milli hershöfðingja,
er lágu í sífelldum ófriði sín í milli. Kommúnistaflokkurinn
tók árið 1923 upp samstarf við Kúómintangflokkinn, borg-
aralegan flokk, sem stefndi að því að sameina landið undir
sterka miðstjórn og réði yfir suðurhéruðunum umhverfis
Kanton. Er herir Kantonstjórnarinnar hófu sókn sína norð-
ureftir landinu sumarið 1926, var það Kommúnistaflokkur-
inn, sem með starfi sínu meðal fólksins hafði lagt grund-
völlinn að auðunnum sigrum þeirra. Þegar norður i Mið-
Kína kom var til dæmis Sjanghai á valdi verkamanna undir
forystu Sjú Enlæ, núverandi forsætis- og utanríkisráð-
herra alþýðustjórnarinnar í Peking, áður en herinn kom
nálægt borginni. En er alger sigur var í nánd klofnaði
byltingarhreyfingin og gagnbyltingin hófst. Sjang Kaisék,
yfirhershöfðinginn, snerist með stuðningi borgaralegu afl-
anna í Kuomintang og erlendu auðvaldsríkjanna gegn
kommúnistunum. Hann byrjaði með því að vopna glæpalýð
Sjanghai og siga honum á verkamenn, sem voru myrtir
þúsundum saman. Sama sagan endurtók sig hvarvetna í
Kína. Verkalýðsfélög og bændasamtök voru leyst upp og
forystumenn þeirra teknir af lífi. Talið er að í blóðbaði
gagnbyltingarmanna hafi helmingurinn af 50.000 meðlim-
um Kommúnistaflokks Kína latið lífið. Verkamenn tóku
að vísu borgirnar Svatá og Kanton á sitt vald og héldu