Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 67
RÉTTUR
67
urðsson svaraði Björnson rólega og röggsamlega og benti
honum á, að ef atkvæðagreiðslan misheppnaðist, yrði hún
vatn á myllu Dana, en íslendingum til skaða. Auk þess sagði
Jón, að íslendingar vildu engu fremur lúta Noregi en Dan-
mörku, og þó að Norðmenn lofuðu sjálfstjórn, yrði það lof-
orð máske ekki uppfyllt fyr en eftir langt þrengingartíma-
bil. Fer Jón mjög kurteislegum og alvarlegum orðum um
þetta. Vill hann sýnilega ekki styggja Bjömson, sem vegna
álits síns gat unnið fslandi gagn, ef tækist að hafa hemil
á ákafa hans. Og það tókst Jóni í þessu máli. í næsta bréfi
er Björnson farinn ofan af atkvæðagreiðslunni, eins og
hann hafði hugsað sér hana. Kvaðst hann að vísu halda fast
við hana, en sagði, að í henni þyrfti ekki að felast annað en
krafa um íslenzka sjálístjóm, án þess að samband við Dan-
mörku væri útilokað. Var það auðvitað allt annað mál.
Öðrum tillögum Bjömsons tók Jón Sigurðsson mætavel,
svo sem þeirri, að komið skyldi á verzlunarsambandi og
gufuskipaferðum milli íslands og Noregs, enda komst það
á með Norska samlaginu, og studdi Bjömson að því.
Fleiri urðu til þess að styðja málstað fslands þessi árin,
t. d. danski rithöfundurinn Carl Rosenberg, hann ritaði
nokkrar greinar í þá átt í blaðið Hejmdal, sem Paul Geleff
gaf út, sá sem síðar gerðist annar helzti frumherji sósíal-
ismans í Danmörku. Og í Englandi eignaðist ísland góðan
vin, þar sem var skáldið og sósíalistinn William Morris.
Hann kom tvisvar til íslands, 1871 og 1873 og vom þeir
Jón Sigurðsson í bæði skiptin samskipa út og vora vinir upp
frá þvi.
Atgeirsmenn höfðu um skeið ráðagerðir um að bera fram
tillögu þess efnis, að Vilhjálmur fyrsti Þýzkalandskeisari
yrði kvaddur til að skera úr deilu fslendinga og Dana. Eir-
íkur Magnússon mun vera upphafsmaður að því. Ekki lét
hann eða aðrir sér til hugar koma, að Danir myndu nokk-
urntíma fallast á slíka gerð, enda var tilgangurinn sá einn
að ögra Dönum og knýja þá til undanhalds. Haustið eða