Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 139
RÉTTUR
139
afmælisdaginn sinn hefði drengurinn fengið hermannariffil
að gjöf frá föður sánum, tvö hundruð skot og sér til óvæntr-
ar gleði — f jörutíu Gyðinga sem skotmörk.
Segi menn svo, að nærgætni, föðurást og hjartagæzka
hafi ekki verið í heiðri haldin í Þriðja ríkinu.
R. 1. F.
Vorið 1940 voru tuttugu kistur af sápu jarðsettar með
viðhöfn í Gyðinga-grafreit rúmenska smábæjarins Folti-
seni. Hver kista bar stimpil SS-stöðvarinnar, sem fjallaði
um hagnýtingu á verðmætum, sem til féllust í hinum ýmsu
fangabúðum, og þar gat einnig að líta í fagursnúnum got-
neskum bókstöfum vörumerkið ,,R.J.F.“ — hrein Júða-
feiti.
Þetta gerðist sama daginn og því var lýst yfir fyrir al-
þjóðlega stríðsglæpadómstólnum í Niirnberg af sakborn-
ingnum Kaltenbrunner, einhverjum hinum viðbjóðslegasta
fjöldamorðingja, að útrýming á Gyðingum, Pólverjum og
Úkraínumönnum, hefðu verið framkvæmd af hugsjóna-
ástæðum einum saman.
Banvænn Dónárvals
Mendel Harb, hálfblindur slaghörpuleikari, og Wladimir
Sokolo, gamall fiðlari, voru einu músíkantarnir, sem eftir
urðu í þorpi nokkru við ána Bug, er Þjóðver jar fóru þar um
með báli og brandi í byrjun Austurherferðar sinnar. Nokkr-
um dögum eftir innrás f jandmannanna urðu þeir að mæta
í ráðhúsi þorpsins, sem breytt hafði verið í herforingja-
knæpu, og leika þar fyrst við sýningar kvikmyndarinnar
„Þýzkaland sigrar“ og síðan fyrir dansi á bjórdrykkjusam-
komu setuliðsforingjanna.