Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 66
66
RÉTTUR
1872. Lögðu þeir kaupmennirnir Hjálmar Jónsson, Ásgeir
Ásgeirsson og Pétur Eggerz fram 10 rd. hver, en aðrir
félagsmenn 2 rd. Eftir þetta var lagit 2. rd. árgjald á félags-
menn til þess að mæta slíkum áföllum framvegis.
Ólafur Lofthus var ótrauður að taka ritsmíðar íslend-
inga í blað sitt, jafnvel þó að ekki væri ávalt farið sem
vægilegast í sakirnar. Þannig birti hann 8. apríl 1872 „bréf
frá Reykjavík“, þar sem Hilmar Finsen og hinir konung-
kjömu vom heldur en ekki teknir til bæna. Vom þeir sagðir
vera „leigðar loftungur stjómarinnar" (þ. e. eins og bréfið
er þýtt í Norðanfara, „priviligerede Spytslikkere", stendur
í Berg. Tid.), og til þess kjömir af henni, „að skrifa það á
blóðuga bakhluti Íslendinga, að þeir séu Danir“.
Þetta er nægilegt sýnishom af efni og anda bréfsins.
Það virðist ekki vera mnnið undan rif jum þeirra Atgeirs-
marrna. a. m. k. vissi Eiríkur Magnússon ekki hver var
höfimdur þess, og fékk ekki neinar upplýsingar um það
hjá félögum sínum í Khöfn, þótt hann leitaði eftir. Þótti
honum jafnvel hálfillt að úthrópa þannig landa sína á er-
lendum vettvangi, og var þó stórreiður hinu konungkjörna
liði. Getur hann þess til, að Benedikt Sveinsson hafi samið
bréfið.
Það er að vísu ekki unnt að benda á neinn beinan árang-
ur af starfi Atgeirsins. Reyndar fóm ýmsir erlendir menn
að gefa meiri gaum sjálfstjómarbaráttu Islendinga um
þessar mundir. Norsku skáldin Björnstjerne Björnson og
Jónas Lie tóku t. d. eindregið í strenginn með Islendingum.
Rejmdar bjó það undir hjá þeim, að ísland kæmist í tengsl
við Noreg, ef það losnaði frá Danmörku. Björnson hóf
bréfaskriftir við Jón Sigurðsson, og gerði það að tillögu
sinni, að fram færi á Islandi almenn atkvæðagreiðsla um
hvort Island skyldi heldur tilheyra Noregi eða Danmörku.
En þessa flugu hafði hann frá Jónasi Lie í Norsk Folke-
blad, er Björnson stýrði þá. Var Björnson hinn ákafasti,
og lét sem atkvæðagreiðsla þessi þyldi enga bið. Jón Sig-