Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 81
RETTUR
81
valdinu. Taldi Einar að Kristján konungur 9. væri ekki
löglegur erfðakonungur Islands, þar sem Aldinborgarætt-
in, sem Islendingar hefðu svarið erfðahyllingareiða í Kópa-
vogi forðum, hefði dáið út með Friðriki sjöunda. Nýju
konungserfðalögin frá 1853, sem hófu Gliicksborgarætt
til ríkis (Kristján níunda) giltu ekki hér, því þau væru
sett af danska þinginu einhliða, en hvorki borin undir al-
þingi né löglega birt hér, enda var að því fundið á sínum
tíma. Vildi Einar samt sem áður gefa Kristjáni níunda
kost á konungstign yfir Islandi, ef hann undirritaði stjórn-
arskrá, sem þjóðfundur Islendinga semdi.
Þessi ritgerð Einars í Nesi var ásamt ályktun Stóru-
tjarnarfundarins send Páli alþm. Vídalín í Víðidalstungu
til athugunar fyrir fund, sem halda átti að Þingeyrum um
vorið, til þess að samræma kröfur Norðlendinga. Páll var
manna harðskeyttastur í sjálfstæðismálinu, t. d. taldi hann
Jón Sigurðsson ekki vera „á því hreina“ með persónusam-
bandið. Ekki leizt honum þó á ályktun Stórutjarnarfund-
arins. „Við megum ekki“, segir hann í bréfi einu, „ganga
frarn hjá alþingi, sem er okkar lögskipaða samkoma með
erindreka frá konungshendi, gegnum hverja við eigum að
koma fram fyrir hann. Hin stefnan getur enga þýðingu
haft, nema hún væri studd vopnum og er annars eins og
að gefa selbita úr vasa sínum. Því hvað átti svo að gjöra,
ef ályktanir Þingvallafundar og sendinefnd yrði að engu
metið? Það er þó sá munur milli þess fundar og alþingis,
að alþingi fær svar, sem hinn þarf ekki að búast við neinu“.
Þingeyrafundurinn var haldinn 5. marz 1873. Að rit-
gerð Einars í Nesi var þar lesin og rædd, sést á bréfi, sem
Björn Jónsson (síðar ritstj. og ráðherra) skrifar Eiríki
Magnússyni 6. maí:
„Tryggvi [Gunnarsson], sem við þrifum inn í Atg[eir-
inn] hafði meðferðis ritgerð eftir Einar í Nesi um kon-
ungdóm Kristjáns níunda yfir oss íslendingum. Kemst hann
þar að þeirri niðurstöðu, að hann sé ekki réttborinn til
6