Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 47
RÉTTUR
47
Frumvarpið var síðan lagt fyrir ríkisþingið og munu
flestir Islendingar hafa vænst þess að það yrði samþykkt
þar, en það fór á annan veg. Það marðist að vísu gegnum
þjóðþingið, en var að lokum svæft í landsþinginu. Þingskör-
ungurinn Orla Lehmann gekk harðast fram móti frumvarp-
inu. Að hans áliti áttu Islendingar engan rétt til sjálfstjórn-
ar og vildi hann ekki annað heyra, en að dönsku grundvall-
arlögin giltu á Islandi.
26. febrúar 1869 var alþingi skyndilega rofið með kon-
ungsúrskurði. Mæltisít það mjög illa fyrir, enda hafði það
ekki áður þekkzt, að ráðgefandi þing væri rofið. En hafi
stjórnin búizt við að fá leiðitamara þing að kosningum lokn-
um, þá brugðust þær vonir. Meirihlutaflokkurinn efldist að
samheldni, en nokkuð hafði borið á skoðanamun á undan-
fömum þingum, einkum um f járhagsmálið. Annars var á
þessum tímum ekki um að ræða fasta stjórnmálaflokka í
nútímaskilningi, þingið skiptist aðeins í meira- og minni-
hluta eftir afstöðu til stjórnarbótamálsins, sem svo var
þá kallað. Meirihlutanum fylgdu nær allir þjóðkjömir þing-
menn, en minnihlutann mynduðu 6 konungkjömir þing-
menn. Á þinginu 1869 fylgdu þeim þrír þjóðkjömir, þeir
Grímur Thomsen skáld, Þórarinn Böðvarsson prófastur í
Görðum og Helgi lektor Hálfdánarson.
Stjórnin lagði málið fyrir alþingi 1869 í tveim frumvörp-
um, annað um réttarstöðuna en hitt um meðferð sérmál-
anna (sérmálastjórnarskrá). Eins og vænta mátti eftir
úrslit málsins á þinginu, vom frumvörp þessi verri heldur
en fmmvarpið 1867, og meirihluti alþingis hafnaði þeim
með öllu. Jón Sigurðssson beitti sér mjög gegn fmmvörp-
unum og hélt þá „stóm ræðuna“ nafntoguðu, þar sem hann
rekur sögu málsins frá 1849, afskipti sín og viðhorf allt frá
því hann sat á gmndvallarlagaþingi Dana 1849 og reyndi
þar að efla hin róttækari og frjálslyndari öfl í dönskum
stjómmálum, með hagsmuni Islands fyrir augum.
Alþingi teygði sig langt til móts við Dani 1867, en stjóm-