Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 116
116
RÉTTUR
munir þeirra eru tengdir því að alþýða bæjanna hafi næga kaup-
getu til þess að tryggja þeim góðan og öruggan markað. En fjand-
menn íslenzkrar sveitaalþýðu eru þeir auðhringar, sem arðræna
þá, í hvert sinn er þeir kaupa útlenda vöru, ræna þá við hvern
áburðarsekk, er þeir selja þeim, og neita þeim samt alltaf um að
fá nóg, — og það er sama hvort þeir auðhringar heita Norsk Hydro,
I. G. F. eða Du Pont. Og sama máli gildir um aðra þá auðhringa, er
nú okra á vélum til landbúnaðarins og bensíni eða öðru sem hann
þarfnast.
Útvegsmenn íslands þurfa að gera sér það ljóst að fjandmenn
þeirra eru ekki sjómenn, verkamenn eða verkakonur, sem fram-
leiða og markaðsbúa fiskinn, — heldur auðhringirnir á við Unilev-
er eða fiskhringi Suðurlanda, sem ræna þá hluta af sannvirði
fiskjarins, — og olíuhringirnir og aðrir slíkir, sem taka af þeim toll
og skatt í auðvaldshít sína á hverjum hlut, er þeir selja þeim.
Iðnrekendur íslands þurfa að átta sig á því, að það er sú alþýða
íslands, sem vinnur hjá þeim og kaupir af þeim, sem þeir þurfa að
hafa gott samstarf við, — en fjandmenn þeirra eru hinir voldugu
auðhringir útlanda, sem hindra þróun þeirrar stóriðju, sem er
framtíð íslands og vilja iðnalf íslands feigan og sjálfir sitja að
þeim markaði, sem hinn nýi og heilbrigði íslenzki iðnaður er
algerlega fær um fylla.
Handverksmenn og smákaupmenn og annað millistéttafólk á
afkomu sína undir afkomuöryggi alþýðu. Hagsmunir þeirra eru
sameiginlegir og því þarf barátta þeirra að verða sameiginleg fyrir
mannsæmandi lífskjörum og fullri atvinnu, baráttan gegn því
oki einokunarklónna útlendu og innlendu, sem nú er aftur lagt
á þjóð vora.
„Já, öll vor lífskjör, lítil eða stór,
þau liggja helkrept undir sömu klóm,“
segir Einar Benediktsson í ljóðabréfinu til Þingvallafundarins 1888.
Hann mótaði líka í sama bréfi kröfurnar. Hve líkar eru þær ekki
orðnar aftur: