Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 53
RÉTTUR
53
ára stríð við stjómina, mættu Islendingar búast við 30
ára stríði við landsþingið.
Fjölmennustu hlutar danskrar bændastéttar voru sjálfs-
eignarbændur, leiguliðar og húsmenn. Þeir síðamefndu
vora fátækir og áþjáðir. Bændavinaflokkurinn stóð því á
völtum fótum og rofnaði að fullu 1870, þegar fulltrúar
gósseigenda á þingi neituðu að fylgja frumvarpi um breyt-
ingar á festufyrirkomulaginu sem vinstrimaðurinn Gert
Winther* flutti. Varð þetta til þess að vinstriflokkurinn
var stofnaður (Det forenede Venstre), þar sem sjálfseign-
arbændur réðu mestu. Árið 1871 er talið uphafsár verka-
lýðshreyfingarinnar og sósíalismans í Danmörku. Var þá
mynduð dönsk deild úr I. Internationale undir fomstu
Pios og Geleffs. Verkalýðurinn í Kaupmannahöfn háði þá
fyrstu verkföllin og urðu óeirðir í sambandi við þau. Stétt-
arvitund alþýðunnar var að vakna. Gegn þessari hættu sam-
einuðust yfirstéttirnar, gósseigendur og burgeisar í bæjun-
* Gert Winther var aðalandmælandi gegn stöðulagafrumvarp-
inu í ríkisþinginu 1870, og naut þar aðstoðar Jóns Sigurðssonar
bak við tjöldin. Oftar gerðist W. málsvari íslendinga í samráði
við J. S. Þetta var reyndar engin merkisframmistaða hjá W.;
skírskotaði hann jafnan fremur til mannúðar en réttlætis. Jón
Sigurðsson gerði sér yfirleitt nokkuð títt við vinstrimenn í því
skyni að notfæra andstæðurnar í danskri pólitík íslandi í hag.
í einu bréfa sinna segir hann frá samtali er hann átti við ritstjóra
þáverandi aðalmálgagns vinstrimanna á þessa leið: „Ég spurði
Larsen (Redaktör Morgunblaðsins) hvort það mundi „interess“-era
vinstri að sjá nokkuð um sig í útlendum blöðum. Hann sagði „já,
mjög mikið“, einkanlega það, að taka svari þeirra í því, að þeir
haldi ekkert skylt við socialista eða Internationale, sem „hægri“
segir um þá, til að gjöra þá grunaða hjá öllum hinum eignamönn-
unum og útlendum.“ Annars kemur það fram víða hjá J. S., að
hann hafði litla trú á vinstrimönnum og taldi þá meiri í orði en
á borði.