Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 121
RÉTÍUR
121
verða í skjóli dómsmálaráðherrans, gerendur alræðis í nýlendu
sinni á Reykjanesskaga, en íslendingar þolendur gerræðis í landi
sínu, er vegið að kvikunni í íslenzku þjóðlífi. Það var líftaug frelsis
vors á öldum kúgunarinnar, hinn rauði þráður baráttu vorrar fyrir
sjálfstæði þjóðarinnar, að standa fast á réttinum, að víkja ekki frá
sáttmálanum, að heimta gildi íslenzkra laga gagnvart útlendingum,
jafnvel sjálfum konunginum. „Lögin eru þeirra konungur“ reit
glöggskygn Þjóðverji um íslendinga þjóðveldisins. „Vér höldum
fast við vorn forna rétt“ var viðkvæði allra yfirlýsinga Alþingis,
meðan það enn veitti viðnám erlendu valdi. Og Jón Sigurðsson
forseti kenndi oss að víkja ekki frá rétti vorum samkvæmt sex
alda gömlum sáttmála.
Það var þessi „dauðtrygga varðstaða ár eftir ár“ og öld eftir öld,
sem skóp uppistöðuna í þjóðfrelsi voru, þrautseigjuna og festuna,
sem að lokum sigraðist á öllum erfiðleikum. Þessi varðstaða er
líf lýðveldis vors.
Þessi varðstaða hefur verið brotin niður á síðustu fimm árum
af ríkisstjórn íslands, sem opinberlega er á Marshall-mála hjá
auðvaldi Ameríku.* Um hlið Keflavíkurflugvallar hafa Banda-
ríkjamenn vaðið inn í íslenzka löghelgi, en Bjarni Benediktsson
dregið lokur frá hurðum löghelginnar. Með þessari innrás Ame-
ríkana í íslenzkt þjóðlíf, er nú rifinn niður réttur og lög og rofin
samningshelgi, — eyðilagt allt, sem Jón Sigurðsson kenndi oss að
standa fastast á.
Með sköpun ameriskrar nýlendu á Keflavíkurvelli, í skjóli
,,íslenzks“ dómsmálaráðherra, er verið að rífa niður lýðveldið. Þau
landráð verða síst mildar dæmt, þó 300 milljóna króna Marshall-
mútur séu þegar greiddar til að þagga niður í þjóðinni, meðan
* „New Statesmann and Nation“, hið heimskunna tímarit
brezkra sósíaldemókrata, lýsir slíkum ríkisstjórnum á eftirfarandi
hátt 16. sept. 1950:
„Auðvald Bandaríkjanna.......hefur veitt 4441 milljón dollara,
og er næstum öll upphæðin notuð til viðhalds valdhöfum, sem
njóta eigi lengur stuðnings þeirra þjóða, sem þeir (Ameríkanarnir)
arðræna, en (valdhafarnir) eru hinsvegar reiðubúnir til þess að
borga dollarastyrkinn með herstöðvum."