Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 49
RÉTTUR
49
skiljanlegur hluti Danaveldis, með sérstökum landsrétt-
indum“. Aðgreining sérmála og sammála var og með lík-
um hætti, sérmálin voru að vísu laus undan afskiptum
ríkisþingsins en stjóm landsins var eftir sem áður í hönd-
um dómsmálaráðherra Dana. Segir í greinargerð stöðulaga-
frumvarpsins, að óvíst sé hvenær takist að koma fram sér-
málastjómarskrá og reynzlan sýndi brátt, að stjómin hugði
ekki á neinar róttækar breytingar á landsstjórninni, sízt af
öllu í sjálfstæðisátt.
Með stöðulögunum þóttist stjórnin hafa útkljáð deiluna.
F. A. Krieger dómsmálaráðherra var höfundur stöðulag-
anna. Hælist hann um í dagbókum sínum og þykist hafa
slegið öll vopn úr höndum Islendinga, svo að þeim hafi
fallizt hendur: ,,Den islandske Opposition har været temme-
lig rolig við Loven af 2. Januar, den ventede paa Forholds-
regler fra Velfærdskomitéen i Köbenhavn, men denne er
bragt i Forvirring, fordi Regjeringen ikke længere staaer
stille." „Velferðarnefndin“ í Kaupmannahöfn er háðsyrði
sem Krieger notar um Jón Sigm-ðsson og samverkamenn
hans, sbr. velferðarnefnd frönsku byltingarinnar. Málpípur
stjómarinnar hér heima töluðu í sama dúr. Bergur Thor-
berg amtmaður (síðar landshöfðingi) og konungskjörinn
þingmaður skrifar t. d. haustið 1870, er stöðulagafrumvarp-
ið var framkomið: „Hvað skyldi Jón Sigurðsson og Consort-
es (kumpánar) nú taka til bragðs, ef stjórnarstöðufrum-
varpið kemur út sem lög? Þá held ég verði „Hyl“ [óp].
Ef stjórnin vill venja menn við að taka mark á orðum sín-
um sem vera ber, þá á hún að láta lög þessi koma út, úr því
að því var svo skorinort lýst yfir í ástæðum [greinargerð]
frumvarpsins.“ En þorri Islendinga áleit lagasetningu þessa
hreint gerræði og svik við endurtekin heitorð kommgs um
að réttarstöðumálinu yrði ekki ráðið til lykta án samráðs
við fulltrúa þjóðarinnar. Lögin vom í eðli sínu ekkert ann-
að en valdboð, og þannig meint frá stjómarinnar hendi.
Eina rökrétta svarið við þeim var að Islendingar tækju
4