Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 64
64
RÉTTUR
höfundur, Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður, Jón Jóns-
son prófastur á Stafafelli, Þorvaldur Thoroddsen* og
eflaust margir fleiri. Félagið var þó hvorki einskorðað við
stúdenta eina, né þá sem voru langdvölum í Kaupmanna-
höfn. Þeir Atgeirsmenn tóku inn í félagið ýmsa aðra, sem
þeir náðu til og þótti slægur í. Þannig urðu þeir félagsmenn
Eirikur Magnússon bókavörður í Cambridge, Ásgeir Ás-
geirsson kaupmaður á Isafirði, Hjálmar Jónsson kaupm.
á Önvmdarfirði, Tryggvi Gunnarsson kaupstjóri Gránufé-
lagsins, Þorlákur O. Johnsen kaupm., Pétur Eggerz verzl-
unarstjóri Félagsverzl. við Húnaflóa og Daníel Thorlacíus
verzlstj. Norska samlagsins í Stykkishólmi. Eiríkur Magn-
ússon sótti þúsund ára minningarhátíð Hafursfjarðar-
orustu 1872 og í þeirri ferð gekk hann í Atgeirinn. Kaup-
mennimir komu oft til Khafnar í verzlunarerindum og
þannig orðið félagsmenn. Jón Sigurðsson taldist ekki félagi,
en fylgdist gerla með störfum þess og getur þess oftlega í
bréfum sínum. Árið 1873 taldi Atgeirinn 30 félaga.
Aðalstarf Atgeirsins liggur í allmörgum áróðurs- og
deilugreinum 1 útlendum, aðallega þýzkum og norskum
blöðum frá árunum 1872—73. Flestar vom þær undir dul-
* Þorv. Th. segir í ævisögu sinni (Minningabók) að Atgeirinn
hafi liðið undir lok á háskólaárum hans (1875—80) vegna ofstopa
Sigurðar Jónss. Hafði Sigurður verið felldur við formannskjör og
þá úrskurðað sig og Guðlaug Guðmundsson eina rétta félagsmenn
og hirt skjöl félagsins og sparisjóðsbók með um 1400 kr. Þ. Th. var
aldrei mikill sjálfstæðismaður og brá ekki alltaf hinu betra um þá,
sem í þeim efnum gengu lengra en honum þótti góðu gegna. Verður
frásögn hans um lok Atg. þó ekki rengd með öðrum heimildum
svo langt sem hún nær, en hún skýrir ekki frá hvað ágreiningnum
olli. Vel má hugsa sér að deilt hafi verið um stefnu félagsins og
störf og hafi S. J. haldið fram hinni upprunalegu stefnu, en nýir
félagar sem komu eftir 1874 hafi í því efni haft nokkuð önnur
sjónarmið.