Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 16
16
RETTUR
félagamia í Reykjavík atvinnuleysisnefnd, er hefur síðan
ásamt stjóm Fulltrúaráðsins haft forgöngu um ýmsar ráð-
stafanir, svo sem að hvetja verkafólk til að sækja atvinnu-
leysisskráningar, bera fram kröfur samtakanna við bæj-
arstjóm, ríkisstjóm og fjárhagsráð, hvatt verkalýðsfé-
lögin til að taka atvinnumálin til meðferðar, gengizt fyrir
sameiginlegum fundi stjórna þeirra o. s. frv.
2. Ýtarlegar tillögur á vettvangi bæjarstjómar Reykja-
víkur og ýmissa stofnana hennar.
3. Barátta stjómarandstöðunnar á Alþingi, þar sem for-
maður Dagsbrúnar og formaður Sósíalistaflokksins hafa
m. a. borið fram ítrekað fmmvarp um atvinnuleysistrygg-
ingar.
Þrátt fyrir alla andstöðu, hefur þessi barátta nú þegar
borið nokkum árangur, en sú staðreynd gefur fyrirheit um
frekari ávinninga.
Það sem skiptir þó mestu máli í þessari baráttu, er
þátttaka og skipulagning fjöldans sjálfs.
I því sambandi verður að leggja áherzlu á það, að at-
vinnuleysið er enganveginn neitt einkamál þeirra, sem at-
vinnulausir em á hverjum tíma.
Vöxtur atvinnuleysisins, öryggisleysi allra launþega, er
meginástæðan fyrir því að baráttan fyrir atvinnu er og
verður að vera barátta allrar verkalýðsstéttarinnar, auk
þess sem baráttan fyrir atvinnu er í eðli sínu vöm gegn
kaupkúgun allrar stéttarinnar.
Þó er atvinnuleysið ekki aðeins málefni verkalýðsins.
Aðstaða margra atvinnurekenda, jafnvel heilla atvinnu-
greina er nú orðin slík, að vemlegur hluti atvinnurekenda
á beina samleið með verkalýðnum í baráttunni fyrir at-
vinnu.
Hinn sameiginlegi snertipunktur þessarar samstöðu em
gagnkvæmir hagsmunir í baráttunni fyrir sjálfri s,tarf-
rækslu, sjálfri tilvera atvinnufyrirtækjanna og jafnvel
heilla atvinnugreina.