Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 42
42
RÉTTUR
aðalskurðinn, sem er 1100 kílómetrar á lengd og er það mann-
virki sem hvergi á sinn líka í öllum heiminum. Þessi skurður
mun veita vatni á 8 300 000 hektara lands, en stærð alls svæðisins
sem mun njóta góðs af þessari geysilegu vatnsveitu verður um
12 milljónir hektara, eða álíka og helmingurinn af flatarmáli
Ítalíu.
Það er erfitt að gera sér grein fyrir öllum þeim breytingum
í náttúru landsins sem þetta mannvirki mun valda. Rennsli vatns-
ins mun ekki aðeins breytast á yfirborðinu heldur líka undir því.
Yfirborð Aralvatns mun lækka og af því leiðir að yfirborð salta
grunnvatns í óshólmum Amú-Darju mun einnig lækka. Þetta mun
hjálpa til að endurlífga hinn salta jarðveg, en frjósemi hans mun
einnig verða aukin með áburði og réttum ræktunaraðferðum.
Breytingar munu einnig verða á loftslaginu. Vindarnir verða
hægari og loftið rakara.
Eyðimerkurnar, sem skapa hina heitu þurru vinda og sand-
storma, munu breytast í skuggsælar skóglendur, græn engi og
beitilönd, vínakra, aldingarða og bómullarekrur. Og jafnvel langt
í jörðu niðri mun áhrifanna gæta, því það verður auðveldara en áð-
ur að vinna verðmæti þau sem falin eru í djúpum jarðlaganna.
Amú-Darju endar inni í miðri eyðimörkinni — í Aralvatni. Nú
á hún að verða hluti af samfelldri skipaleið frá mið-Asíu til Kaspí-
hafs og þaðan eftir Volgu til miðbiks Evrópuhluta landsins. Eftir
þessari miklu umferðaræð mun verða flutt korn, kol, olía, bómull,
túrkmenskar vínþrúgur og aðrir ávextir, úrvals ull, vélar, verkfæri
og bílar frá Gorki verksmiðjunum í Moskvu, byggingarefni.
Það er nærri óskiljanlega mikið starf sem leysa þarf af hendi
áður en þessi stórkostlega áætlun um nýsköpun suður- og suð-
austur hluta lands okkar er kominn í framkvæmd.
Heil fjöll af mold, leir og grjóti þarf að flytja til. Við Stalíngrad
mannvirkin ein munu tuttugu og fjórar járnbrautarlestir á dag
koma með steypuefni. í Kúbíséf stíflunni mun 1000 rúmmetrum
af steypu verða hellt í mótin á hverri klukkustund. Furðulega
stórvirkar vélar munu verða notaðar. Rafmagns mokstursvélar
munu geta hlaðið 100 þriggja tonna vörubíla á klukkustund. Dýpk-