Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 101
RÉTTUR
101
sögulega bréfi til allsherjarnefndar sameinaðs þings 13. jan. 1951,
að Marshallstofnunin hefði sett það að skilyrði fyrir því að íslend-
ingar fengju leyfi til þess að ráðstafa mótvirðissjóði (sem er ein-
göngu fé, sem íslenzka ríkisstjórnin leggur fram), að haldið væri
einokun á byggingum og fjárhagsráð annaðist eftirlitið með þeirri
fjárfestingu. Með öðrum orðum: Fjárhagsráð var orðið að eftir-
litsnefnd útlendra valdhafa, er banna að íslendingar byggi yfir
sig íbúðarhús eins og þeir hafa getu til og þörf fyrir.
Það ráð, sem átti að vera lyftistöng íslenzks atvinnulífs, var nú
orðið lítil kló í þeirri helgreip hins útlenda auðvalds, er læsir sig
um atvinnulíf þjóðarinnar.
Meðan þannig var verið að herða fjöturinn um hendur þjóðar-
innar, vinnuhendurnar, og skapa sterkara einokunarvald í atvinnu-
lífinu en danska valdið var hér nokkru sinni, voru svo hin amerísk-
sinnuðu blöð Marshall-flokkanna látin þylja yfir þjóðinni að fjár-
festingin væri hennar aðalböl, úr henni yrði að draga og þá fyrst
vegnaði þjóðinni vel. Þannig átti forheimskvun hugans að fylgjast
með einokun atvinnulífsins. Amerísku drottnarnir vissu það rétt
að hin gáfaða, íslenzka þjóð myndi ekki una hlutskipti ánauðugs
þræls, nema hún yrði gerð heimsk og fákunnandi um fjármál og
þjóðfélagsmál um leið. Þá þokkalegu uppeldisiðju rækja Morgun-
blaðið og Vísir, Tíminn og Alþýðublaðið.
Það voru mistök hjá Fjárhagsráði að koma svo upp um hina
amerísku yfirstjórn í atvinnumálum landsins, sem raun varð á.
Það er munurinn á hinni amerísku stjórn og hinni dönsku á íslandi,
að þá fyrrnefndu á að framkvæma á laun, einmitt af mönnum,
sem eru síþvaðrandi um sjálfstæði, lýðræði og þingræði, meðan
þeir ofurselja sjálfstæðið, svíkja lýðræðið og brjóta vald Alþingis
íslendinga á bak aftur þá sjaldan þingmenn hinna amerísku flokka
dirfast að gera hluti, sem ekki eru í samræmi við vilja Ameríkana
og ríkisstjórnar þeirra á íslandi.
En þegar afskipti hinna amerísku valdhafa eru svona nákvæm í
fjárfestingarmálunum, þá getum við rent grun í afskipti þeirra af
öðrum sviðum atvinnulífsins. I*að atvinnuleysi, sem nú er komið á
íslandi, og þjáir flest alþýðuheimili landsins, er því fyrirskipað