Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 69
RÉTTUE
69
um Bismarck og Prússa álít ég Nonsens (fásinnu).“ Enn-
fremur getur Matthias Jochumsson þess í „Söguköflum
af s.iálfum sér“, að á Þingvallafunciinum 1873 hafi verið
rætt um að „senda ásikorun til Bismarcks (!), að hann skyldi
flýta frelsismálunum". Af upphrópunarmerkinu má sjá, að
þegar Matthías á gamals aldri minnist þessa, hefur homun
þótt það ærið broslegt. Var þó einsætt, að ef Islendingar
hyrfu að því ráði, að leita sér bandamanna á erlendum
vettvangi, þá væri það þar, sem alríkissteína dönsku stjórn-
arinnar hafði mætt mótspyrnu. I því þurfti ekki að felast
nein aðdáun á Bismarck og stjómarstefnu hans. Af þess-
um sökum væntu Islendingar sér jafnan betra af Þjóð-
verjum en öðrum. Og auðsjáanlega er samúðin meiri og
almennari Þjóðverja megin í stríðinu við Frakka 1870—71,
alveg gagnstætt því sem var í Danmörku. Má þó vera að
þar hafi valdið nokkru um, að Frakkar vora að seilast
hér til áhrifa á þessum árum, vegna fiskveiða sinna, og á
orði var haft að þeir mundu kaupa Island af Danakonungi!
Stóð mönnum nokkur stuggur af ráðagerð þessari, sem, ef
nokkur var, féll niður með ósigri Frakka 1871 og falli
keisaradæmisins.
Pólitísk bindindishreyfing.
Stjórnin lét ekki staðar numið með stöðulögunum. Rak
nú hvert lagaboðið annað, án þess að leitað væri álits
alþingis. Reyndar vörðuðu þau flest mál, sem alþingi hafði
áður fjallað um, en um vilja þess var ekki skeytt. Smn
þessara lagaboða vöktu megnustu mótspyrnu, einkum til-
skipun ium gjald af brennivíni og öðrum áfengum drykkjum
1872 og stofnun landshöfðingjaembættisins, sem síðar verð-
ur nánar að vikið. Áfengistollmálið hafði áður verið rætt
á alþingi og það fallizt á að rétt væri að tolla áfengið, en
tók það skýrt fram, að þetta yrði ekki sett í lög fyrr en