Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 6
6
RÉTTUR
hið svonefnda f járhagisráð, er orðið hefur ein óvinsælasta
stofnun landsins.
Störf þessa ráðs hafa fyrst og fremst verið fólgin í því
að banna Islendingum atvinnulegar framkvæmdir, tak-
marka þær, synja um leyfisveitingar á nauðsynjum at-
vinnuveganna, hráefnum og tækjum, draga þær á langinn
svo ánstíðum skipti. Mest allt athafnalíf landsins var þann-
ig bundið í viðjar endalausrar skriffinnsku. Afleiðingamar
iirðu minnkandi framkvæmdir, samdráttur atvinnulífsins.
En fleiri ráðstafanir þurfti við til þess að knésetja hina
lífseigu nýsköpunarstefnu í framkvæmd.
Viðskiptastefna Islands út á við var einnig samræmd
því markmiði að skapa hér „hæfilegt atvinnuleysi.
Nýjum og miklum mörkuðum í Sovétríkjunum, er náðst
höfðu á nýsköpunarárunum og sem fólu í sér mikla trygg-
ingu fyrir áframhaldandi atvinnu íslendinga, var kastað
á glæ og fullur f jandskapur við sovétþjóðirnar viðhafður.
Innanlands var þessi stigamennska undirbyggð með sér-
staklega harðvítugri áróðursherferð gegn Sovétríkjunum.
Af ráðnum hug vom viðskipti Islands einskorðuð að
mestu leyti við hinn gamla heim auðvaldsins, en síðan
kom í ljós, að sá heimur var ekki sterkarí en það, að stór-
kostlegt markaðshran varð hlutskipti Islands árin 1949—
1950.
I stað þess, að nýsköpunarstefnan örfaði framleiðendur
til úitflutnings á íslenzkmn afurðum og jók frelsi þeirra
til þess, tók nú við einokun örfárra stórburgeisa og félaga á
öllum útflutningi landsmanna.
Bannið á frelsi til útflutnings, einokun útflutningsins, er
eitt allra skýrasta einkenni þeirrar vísvitandi stefnu, að
þrýsta atvinnulífinu niður á stig hins „hæfilega" atvinnu-
leysis.
Allar þessar ráðstafanir dugðu þó hvergi nærri. Og ekki
heldur þótt Alþingi skæri niður verklegar framkvæmdir,
eða afnæmi fiskábyrgðina.