Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 55
RÉ TTUR
55
Til voru örfáir stórbændur, sem höfðu undir víðlend ríki
og höfðu tekjur miklar af jarðaafgjöldum. En ekki er hægt
að segja, að hér væni aðgreindar stéttir stórbænda og smá-
bænda með ólíku stjómmálaviðhorfi, sízt að því er tók til
baráttunnar gegn erlendu valdi. Alþýða landsins, bændur
og aðrir háði sameiginlega baráttu fyrir bættum kjörum
gegn erlendu verzlunararðráni og pólitísku ófrelsi. Hún var
mjög móttækileg fyrir sumum róttækari hugsjónum sam-
tímans, svo sem lýðræðishugsjónmni, sem danska yfirstétt-
in var þá andvíg. I sjálfstæðismálum þjóðarinnar fylgdi
meirihluti þeirra manna sem um stjómmál hugsuðu, stefnu
Jóns Sigurðssonar, flokkaskipting um þau mál meðal þjóð-
arinnar hófist í raun og veru ekki fyr en síðar, með vaxandi
áhrifum innlendrar borgarastéttar. Andstaðan hér innan-
lands á þessum árum kom einkum frá hinum æðri embætt-
ismönmnn og dönskum fastakaupmönnum. Lægri embætt-
ismenn, svo sem prestarnir, sem jafnframt voru bændur,
fylgdu jafnan margir þjóðlega flokknum og sumir vom
meðal forvígismanna hans. Hinn dansksinnaði embættis-
mannaflokkur var því næsta fylgislítill í landinu, en þó
éngan veginn áhrifalaus, því að úr honum vom valdir 6
konungkjörnir þingmenn. Þótti fylgispekt þeirra við stjórn-
ina úr hófi keyra, enda þoldi hún þeim engin frávik er hér
var komið. Halldór Kr. Friðriksson, Halldór prófastur Jóns-
son á Hofi og Benedikt Sveinsson vom upphaflega konung-
kjörnir þingmenn, en urðu þar ekki mosagrónir vegna fylg-
is síns við íslenzka málstaðinn. Konungkjömir vom á þess-
um árum þeir Pétur Pétursson biskup, Jón Hjaltalín, land-
læknir, Bergur Thorberg amtmaður, Þórður Jónasson for-
seti landsyfirréttar, Jón Pétursson dómari í landsyfirrétti
og Ólafur Pálsson prófastur. Þess gætir víða í skrifum frá
þessum árum, að þeim er brigzlað um að hafa selt sig
stjórninni fyrir feit embætti. Bragurinn alkunni urn þá
sem Norðanfari birti 1872 og eignaður er síra Birni Hall-
dórssyni í Laufási, túlkar víst álit, sem var nokkuð almennt