Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 133
RÉTTUR
133
vesturlandi. Áskoranirnar um víðtækari ráðstefnu héldu á-
fram. Stjórn Alþýðusamb. kallaði þá saman formenn fé-
laga, sem höfðu fengið heimild til uppsagnar. Urðu það
fulltrúar rúmlega 20 félaga af um 150, sem eru í samband-
■i inu. Ráðstefnan samþykkti að skora á sambandsfélögin að
segja upp samningum, með það fyrir augum að samræma
baráttu þeirra, svo hægt yrði að leggja sameiginlega til
atlögu og að jafnframt hæfist samúðarverkfall félaga sem
hafa fasta samninga, svo sem Hins íslenzka prentarafélags
og Sjómannafélags Reykjavíkur.
Framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins lýsti því yfir á
ráðstefnunni, að Hafnarfjarðarbær og bæjarútgerð Hafn-
arfjarðar hefðu ákveðið að ganga að kröfum verkamanna
og semja við verkamannafélagið ,,Hlíf“ án þess að til verk-
falls kæmi. Var það staðfest af formanni sambandsins, sem
jafnframt er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Ennfremur skýrði
framkvæmdastjórinn frá því, að fleiri félög, sem sagt hefðu
upp samningum ættu það víst að gengið yrði að kröfum
þeirra án verkfalls. Höfðu félögin sagt upp samningum í
trausti þeirra loforða.
Litlu síðar var haldinn aðalfundur Hins íslenzka prent-
arafélags. Var þar borin fram tillaga um að félagið lýsti
samþykki sínu við ályktun verkalýðsráðstefnunnar, þar á
meðal um samúðaraðgerðir Prentarafélagsins. Magnús
Ástmarsson, sem er í stjórn Alþýðusambandsins og sat á
ráðstefnunni, sem samþykkt hafði ályktunina einróma,
kvað sig nú andvígan því að félagið lýsti yfir samþykki
sínu við það atriði ályktunarinnar, sem snerti Prentarafé-
lagið og lagði til að það yrði fellt niður úr framkominni til-
lögu. Var það samþykkt. Má af þessu marka heilindin.
Þegar þar að kom að Hafnarfjarðarbær skyldi standa
við skuldbindingar sínar, var það að vísu samþykkt af
bæjarstjóm Hafnarfjarðar. En þessu næst gekk Helgi
Hannesson forseti Alþýðusambandsins og bæjarstjóri
Hafnarf jarðar í einni persónu á fund stjórnar verkamanna-