Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 91
RÉTTUR
91
með en hinn móti, en hinir sátu hjá. Gekk þá Benedikt af
fundi og kvaðst ekki geta setið hann lengur, þar sem fund-
armenn álitu ekki tillögur sínar svaraverðar.
Fyrir forgöngu Páls á Prestbakka var nú samið uppkast
að bænarskrá og voru aðalatriði hennar soðin saman úr til-
lögum Matthíasar og stjórnarskrárfrumvarpinefndarinnar,
t. d. er greinin tun samband landanna eins og þar. Var sú
grein þó samþykkt með 24 atkv. gegn 7, en aðrar greinar,
sem voru samhljóða tillögu Matthíasar, nær mótatkvæða-
laust.
Þessi úrslit voru einskonar málamiðlun. Sambandsákvæði
ályktunarinnar voru, ef tnia má Víkverja, einstrengings-
legar orðuð, en praktiskt gat talist, að áliti Jóns Sigurðs-
sonar og hans samherja, en í höfuðatriði deilunnar var
sigurinn þeirra. Stjórnarskrármálið skyldi ganga hina
venjulegu þinglegu leið.
Með þeim málalokum var í raun réttri brott fallin for-
sendan fyrir því að fundurinn kysi sendinefnd á konungs-
fund. Eigi að síður hélt fundurinn fast við þá tillögu og
kaus þá Jón Sigurðsson, Jón Guðmundsson og Tryggva
Gunnarsson til fararinnar. Þeir Jónarnir neituðu báðir
að taka við kosningu þessari, en Tryggvi Gunnarsson var
fjarstaddur. Matthías Jochumsson gaf i skyn að hann
væri því ekki fráhverfur að taka við kosningu og var óðara
kosinn í stað Jóns Guðmundssonar. En þótt undarlegt sé,
var enginn kosinn í stað Jóns Sigurðssonar. Má vera, að
neitun hans hafi ekki verið svo ákveðin, sem Víkverji vill
vera láta. Það var heldur ekki mikið í húfi að taka við
þessari kosningu, því nú var ákveðið að sendiförinni skyldi
frestað, eins og sjálfsagt var, þangað til í þinglok, þegar
kunnugt var um úrslit málsins á þingi og í raun og veru
lagt á vald alþingis hvort horfið yrði að þessu ráði. Þessi
sendimannakosning á fundinum var því bæði þýðingar-
laus og skaðlaus. Jón Guðmundsson tók að sér að rita
„kvaðningsbréf" sendimanna ef til kæmi. Segist hann í