Réttur


Réttur - 01.01.1951, Page 91

Réttur - 01.01.1951, Page 91
RÉTTUR 91 með en hinn móti, en hinir sátu hjá. Gekk þá Benedikt af fundi og kvaðst ekki geta setið hann lengur, þar sem fund- armenn álitu ekki tillögur sínar svaraverðar. Fyrir forgöngu Páls á Prestbakka var nú samið uppkast að bænarskrá og voru aðalatriði hennar soðin saman úr til- lögum Matthíasar og stjórnarskrárfrumvarpinefndarinnar, t. d. er greinin tun samband landanna eins og þar. Var sú grein þó samþykkt með 24 atkv. gegn 7, en aðrar greinar, sem voru samhljóða tillögu Matthíasar, nær mótatkvæða- laust. Þessi úrslit voru einskonar málamiðlun. Sambandsákvæði ályktunarinnar voru, ef tnia má Víkverja, einstrengings- legar orðuð, en praktiskt gat talist, að áliti Jóns Sigurðs- sonar og hans samherja, en í höfuðatriði deilunnar var sigurinn þeirra. Stjórnarskrármálið skyldi ganga hina venjulegu þinglegu leið. Með þeim málalokum var í raun réttri brott fallin for- sendan fyrir því að fundurinn kysi sendinefnd á konungs- fund. Eigi að síður hélt fundurinn fast við þá tillögu og kaus þá Jón Sigurðsson, Jón Guðmundsson og Tryggva Gunnarsson til fararinnar. Þeir Jónarnir neituðu báðir að taka við kosningu þessari, en Tryggvi Gunnarsson var fjarstaddur. Matthías Jochumsson gaf i skyn að hann væri því ekki fráhverfur að taka við kosningu og var óðara kosinn í stað Jóns Guðmundssonar. En þótt undarlegt sé, var enginn kosinn í stað Jóns Sigurðssonar. Má vera, að neitun hans hafi ekki verið svo ákveðin, sem Víkverji vill vera láta. Það var heldur ekki mikið í húfi að taka við þessari kosningu, því nú var ákveðið að sendiförinni skyldi frestað, eins og sjálfsagt var, þangað til í þinglok, þegar kunnugt var um úrslit málsins á þingi og í raun og veru lagt á vald alþingis hvort horfið yrði að þessu ráði. Þessi sendimannakosning á fundinum var því bæði þýðingar- laus og skaðlaus. Jón Guðmundsson tók að sér að rita „kvaðningsbréf" sendimanna ef til kæmi. Segist hann í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.