Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 24
24
RÉTTUR
Kaisék af lífi, en því afstýrði Sjú Enlæ, sem kom flugleið-
is frá aðalstöðvum kommúnista í Yenan. Kommúnistamir
áttu Sjang Kaisék grátt að gjalda, en þeir vissu, að hann
hafði enn traust verulegs hluta þjóðarinnar. Þeir buðust
nú til að viðurkenna yfirstjóm þessa erkióvinar síns í bar-
áttunni gegn Japönum. Sjang Kaisék skildist, að ekki þýddi
lengur annað en taka á móti Japönum, ef hann átti að halda
völdum. Síanaítburðurinn varð því til þess, að baráttan
gegn innrásarher þeirra var hafin fyrir alvöm. Fyrst í
stað virtist ekkert standa í vegi innrásarmannanna. Herir
Sjang Kaisék flýðu hver af öðmm tvístraðir um Norður-
Kína. Alþýðu- og bændaherinn, sem nú var að nafninu til
orðinn hluti af her kínversku miðstjómarinnar og nefndist
áttundi línuherinn og nýi f jórði herinn, var hinsvegar kyrr,
þótt Japanir umkringdu hann á allar hliðar. Allt stríðið
gegn Japönum á enda börðust þessir herir langt að baki
fremstu sveita Japana, skipulögðu skæmsveitir bændanna,
mfu flutningaleiðir Japana æ ofan í æ, frelsuðu stór land-
flæmi og lokuðu í rauninni Japani inni í virkisborgum
þeirra.
Kommúnistaflokkurinn var nú hluti af kínverskri þjóð-
fylkingu gegn japönsku innrásinni. Til þess að rjúfa ekki
þjóðareininguna gegn óvinunum lagði hann á hylluna skipt-
ingu stórjarða og aðrar róttækar umbætur. 1 þess stað
vora á frelsuðu svæðunum að baki víglínunni látin koma
til framkvæmda lög um lækkað afgjald af jörðum og lækk-
aða vexti af skuldum, sem Kuomintang hafði sett 1926,
en alltaf verið dauður bókstafur. Á frelsuðu svæðunum
kaus fólkið sér sjálft yfirvöld í fyrsta skipti í sögu Kína.
Til þess að afsanna ásakanir um að flokkurinn sæktist eftir
að ná öllum völdum í sínar hendur, bannaði flokksstjórnin,
að kommúnistar hefðu meira en þriðjung sæta í nokkurri
stjómamefnd. Árangursríkur hemaður kommúnistaherj-
anna gegn Japönum og stefnufesta flokksins í starfinu að
því að skapa þjóðareiningu gegn erlendum óvinum, urðu