Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 60
60
RÉTTUR
gera „þjóðkunnugt um störf sín fyrst um sinn,“ þ. e. senni-
lega þangað til á þingi 1873, því bráðabirgðalög þess giltu
þangað til. Leyndin sem hvíldi yfir Þjóðvinafélaginu í
fyrstu leiddi til ótrúlegustu tortryggni gagnvart því. Tveir
félagar, Halldór prófastur á Hofi og Páll Ólafsson skáld,
voru jafnvel yfirheyrðir vegna ferðalaga Eggerts Gunn-
arssonar (bróður Tryggva) í þágu félagsins, sem þóttu
víst grunsamleg. Er svo að sjá sem stjómarsinnar hafi
álitið félagið landráðasamtök, enda kvað Gísli Brynjólfs-
son uppúr með það í dönsku blaði að tilgangur Jóns Sig-
urðssonar með félaginu væri sá, að ná völdum í landinu
bak við hina „löglegu og opinberu stjórn." Jón Guðmunds-
son ritstjóri Þjóðólfs lenti í flokki miðlunarmanna 1865.
Framhjá honum var gengið við stofmm Þjóðvinafélagsins
og kvartaði hann í Þjóðólf i yf ir leyndinni sem honum þótti
hvíla yfir því. Annars tók hann á þessum ánun að hallast
á ný á sveif með nafna símun Sigurðssyni og á þinginu
1873 var hann kosinn í stjóm Þjóðvinafélagsins.
Aðalverkefni Þjóðvinafélagsins var í fyrstu að safna fé
um allt land. Var svo til ætlazt að fé þetta gengi að nokkru
til Jóns Sigurðssonar sjálfs, ef svo færi að Danir sviptu
hann styrkjum til fræðistarfa, en við því var búizt, því að
um þetta leyti vom árásirnar á hann í dönskum blöðum
magnaðri en nokkm sinni fyr. Svo fór þó ekki.
Sérstaða Jóns Guðmundssonar var flokki Jóns Sigurðs-
sonar að því leyti mjög bagaleg, að hann réði yfir öflugasta
blaði landsins. Annað höfuðblað landsins var Norðanfari á
Akureyri, sem Bjöm Jónsson (eldri) gaf út. Bjöm tók í
blað sitt greinar eftir ýmsa án tillits til skoðana en ritaði
sjálfur fátt. Blaðið mátti því heita stefnulaust í stjóm-
málum. Menn fundu því til þarfarirmar á nýju blaði og
var það hugmynd sumra að Þjóðvinafélagið hæfi útgáfu
blaðs, sem heita skyldi „Þjóðvinurinn". Úr því varð þó ekki.
Andvari, sem félagið byrjaði að gefa út 1874, var með líku
sniði og Ný félagsrit höfðu verið og má skoða hann sem