Réttur


Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 35

Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 35
RÉTTUR 35 mun ísinn á stöðuvötnunum verða þykkari en á venjulegum fljótum og endast lengur fram á vorið. Að nóttu til munu háir vitar vísa skipunum leið. Ljóskeilurnar frá þessum vitum munu sjást marga tugi kíómetra. Allt þetta er þó aðeins smærri drættirnir í hinni stórkostlegu mynd sem birtist fyrir sjónum okkar þegar við kynnumst Stalín- áætluninni miklu um ummyndun lands okkar. Systurfljót Volgu, hin volduga Dnépr mun einnig bregða vana sínum. Vatnsflöðin sem jafnan koma á vorin munu ekki eins og nú renna beint til hafs án þess að gera nokkurt gagn. Vatnið mun verða leitt um langan veg og gegnum steppurnar frá Saporosé til Sívasj eftir nýja Úkraínu skurðinum og frá Sivasj til Kertsj eftir Norður-Krím- skurðinum. í vorleysingunum, þegar vatnið flæðir um akra og engi eins lángt og augað eygir, finnst manni eins og flóðunum muni aldrei linna. En samt eru þau allt í einu horfin eins skyndilega og þau komu. Eftir eina eða tvær vikur er vatnið horfið og hefur sleppt herfangi sínu, trjábolum og greinum og moldinni, sem það hefur skolað burt af ökrunum. En hvað er orðið af vatninu? Það er komið langar leiðir burtu, til hafs. Við ætlum að grípa fram í þessa eilífu atburðanna rás. Við mun- um stöðva leysingavatnið við Dnépr stífluna og beina því inn í geysilega uppistöðu sem gerð verður við ána Moltsjnaja meðfram suður-Úkraínu skurðinum. Þar verður vatnið geymt til sumarsins svo að ofþornun jarðvegsins á ökrunum og ávaxtagörðum verður óþekkt fyrirbæri. En ekkert vor er öðru líkt. Vorleysingarnar eru miklar þegar mikið hefur snjóað um veturinn, og minni ef lítið hefur snjóað. Til þess að þessar sveiflur hafi ekki áhrif á ræktarlandið verður önnur mikil uppistaða við Kakofka ekki alllangt frá ósum Dnépr. Hér mun verða byggður afarmikill stíflugarður sem stöðvar vatnið rétt áður en það mundi annars falla til sjávar. Þetta vatn verður tengt við aðalkerfið með sérstökum skurði út í suður-Úkraínu skurðinn mikla. Árin sem leysingavatn er óvenju lítið verður vatn- ið í áveituskurðunum aukið með vatni frá Kakofka uppistöðunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.