Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 21
RÉ TTUR
21
þeim nokkra daga, en voru brátt barðir niður. 1 árslok
1927 var svo komið, að gagnbylting Sjang Kaiséks hrósaði
hvarvetna sigri, kommúnistar urðu að fara huldu höfði
og flokknum hafði verið sundrað með ofsóknum og blóðs-
úthellingum. Forysta kommúnistaflokksins hafði ekki gætt
þess nægilega, að Kína er fyrst og fremst landbúnaðarland,
og reitt sig um of á verkalýðinn í borgunum.
En einmitt þegar Kommúnistaflokkur Kína virtist gjör-
sigraður og gagnbyltingaröfhn hvarvefna ofaná, voru
að gerast atburðir, sem áttu eftir að tryggja sigursæla
baráttu flokksins. 1 Nanchang í Mið Kína gerðu þrír hers-
höfðingjar uppreisn gegn gagnbyltingarstjórn Sjang Kai-
séks, 1. ágúst 1927. Á þeim degi varð verkamanna- og
bændaher Kína til. Sama haust vopnuðust bændur í Húnan-
fylki og gerðu uppreisn gegn yfirvöldunum. Næsta ár mætt-
ukt uppreisnarherinn frá Nansjang undir forystu Sjú Te og
bændaherinn frá Húnan undir forystu Maó Tsetúngs á
Sjingkanf jalli á mörkum fylkjanna Húnan og Kjangsi. Frá
þeirri stundu og til þessa dags hafa þessi tveir menn saman
haft forystu fyrir byltingaröflunum í Kína. Lengi fram-
an af var því haldið fram í blöðum á Vesturlöndum að þeir
væru einn og sami maður. Maó reis öndverður gegn þeim
í forystu Kommúnistaflokksins, sem létu sem ekki þyrfti
annars með en að fylgja forskriftum sem þeir þóttust finna
í marxistiskum fræðiritum, til að tryggja sigur bylting-
arinnar í Kína og heimfærðu reynslu annarra kommúnista-
flokka á Kína án tillits til mismunandi aðstæðna. Hann
sýndi fram á, að til þess að sigra í Kína þyrftu byltingar-
mennimir að leysa vandamál kínverska bóndans, þar sem
um 70% þjóðarinnar vom smábændur og leiguliðar. I
skjóli verkamanna- og bændahersins tóku kommúnistar nú
völd á víðlendum svæðum í sveitum Mið- og Suður-Kína.
Árið 1931 var sett á laggirnar kínversk sovétstjórn fyrir
þessi svæði. Hún studdist við sveitaalþýðuna og lét skipta
milli smábænda jörðum stórjarðeigendanna. Sjang Kaisék